Posted in desember 2012

Laufabrauðs útskurður

Laufabrauðs útskurður

Það er hefð á mínu gamla heimili fyrir norðan á Blönduósi að búa til laufabrauð fyrir jólin. Það er ómissandi sem meðlæti með hangikjötinu um jólin. Hér á eftir koma nokkrar myndir af útskurðinum. 

Drekakaka

Drekakaka

Drekar eru merkileg fyrirbæri í þjóðtrúnni en þeir tilheyra flestir austurlöndum og evrópu. En það leynast nokkrar drekasagnir í sagnaarfinum íslenska. Ormar hafa einhvern vegin verið sterkari í okkar sögum eins og t.d. sögur af Lagarfljótsorminum bera með sér. 

Lúsíubrauð

Lúsíubrauð

Ég bauð til Lúsíuveislu þann 13. þar sem Lúsíubrauð lék aðal hlutverkið. Einnig bauð ég upp á heitt súkkulaði með rjóma, óáfenga jólaglögg, osta og alls kyns heimagerðar sultur. Síðan mættu kátir gestir sem fengu að njóta veitinganna með okkur. Fullkomin dagur.

Sörur

Sörur

Ég smakkaði Sörur fyrst í Borgarleikhúsinu líklega árið 1993 og ég man að ein lítil Sara kostaði þá um 300 kr. Fyrir mér voru Sörur mjög flókið og erfitt fyrirbæri að eiga við þar til þessa uppskrift rak á mínar fjörur.