Sörur

sorur8_s
Ég smakkaði Sörur fyrst í Borgarleikhúsinu líklega árið 1993 og ég man að ein lítil Sara kostaði þá um 300 kr. Fyrir mér voru Sörur mjög flókið og erfitt fyrirbæri að eiga við þar til þessa uppskrift rak á mínar fjörur. 

Þessar góðu kökur eru annað hvort kallað Sörur eða Söru Bernhardts kökur hér á landi. En hver var þessi Sara sem gaf þessum góðu kökum nafn sitt?

Sarah Bernhardt var fædd árið 1844 og lést árið 1923 ,hún var þekkt frönsk leikkona innan Frakklands sem utan. Hún byrjaði feril sinn í leikhúsum og var ein af fyrstu leikonunum til að leika í þögglum bíómyndum. Sarah Bernhardt heillaði Dani það mikið að þeir nefndu þessar kökur í höfuðið á henni. Þess vegna tel ég það mjög við hæfi að öll leikhús myndu bjóða upp á Sörur í leikhléi. Þið fáið um það bil 80 Sörur úr þessari uppskrift og hægt er að reikna með að það taki um það bil þrjá tíma að búa til þessar yndislegu kökur.

Kökurnar
400 g fínmalaðar möndlur
6 dl flórsykur
5 eggjahvítur

Stífþeytið eggjahvíturnar.

sorur1_s

Stífþeyttar eggjahvítur eru stífþeyttar þegar þær falla ekki niður af pískunum þegar þeir eru teknir upp úr skálinni.

Ef þið finnið ekki fínmalaðar möndlur þá er hægt að kaupa gróf hakkaðar og mala þær í kvörn. Ég á kaffikvörn sem ég nota bara til að mala fræ og hnetur. Ég mæli með að kaupa eina þannig. Þær er hægt að fá á góðum kjörum t.d. í Elko.

Sigtið nú flórsykurinn og blandið honum síðan vel saman við möndlurnar. Þessari blöndu er síðan blandað varlega saman við eggjahvíturnar. Blandan á að vera mjög þétt. Búnar eru síðan til 1 tsk kökur, gott er að nota teskeið í þetta verk og hafa ágætt bil á milli.

sorur3_s

Þetta lítur svoldið brussulega út hér en þegar þessar kökur bakast þá verða þær fallega hringlaga.

Ef kökurnar eru stærri en 1 tsk fáið þið aðeins of stórar kökur. Bakið við 180°C í um það bil 15 mín eða þar til kökurnar hafa tekið á sig lit, lyft sér vel og sprungið á toppnum.

sorur4_s

Svona fallegar verða kökurnar þegar þær eru tilbúnar.

Næst er að búa til súkkulaðikremið. Ég hef tekið eftir því í öðrum uppskriftum að það er notað skyndikaffi duft í kremið en það er ekki í minni uppskrift. Kremið sem ég nota er mjög gott.

Súkkulaðikrem
2 msk kakó
1 dl vatn
2 msk hveiti
2 eggjarauður
250 gr mjúkt smjör
1 dl sykur
1 tsk vanillusykur

350 g suðusúkkulaði brætt yfir vatnsbaði til að setja ofan á kremið.

Blandið kakóinu, vatninu og hveitinu vel saman í litlum potti. Hitið upp og hrærið vel í á meðan með písk, eða þar til blandan þykknar. Passið að hafa ekki of mikinn hita, þá gæti kakóið brunnið. Takið strax af hellunni og látið kólna t.d. inni í ísskáp. Þegar þessi blanda er orðin köld, þá blandið þið eggjarauðunum saman við kakóþykknið.

sorur2_s

Ég varð að hafa þessa mynd með, af fallegum eggjarauðum sem eru að fara að blandast saman við súkkulaði.

Næst er að hræra smjör, sykur og vanillusykur saman þar til blandan verður létt og ljós. Blandið þá kakóþykkninu saman við þar til þið eruð komin með gott krem.

Setjið kremið á botnana á kökunum. Það er ágætt að miða við að setja um 1 tsk af kremi á hvern botn, en þetta fer allt eftir smekk hvers og eins. Passið bara að eiga krem á alla botnana. Ég notaði smjörhníf við þetta verk.

sorur5_s

Kremið komið ofan á Sörurnar og bara eftir að kæla þær og dýfa þeim síðan ofan í bráðið súkkulaðið.

Setjið kökurnar á bökunarplötur. Eftir að kremið er komið á alla botnana þá skulið þið frysta þá í smá tíma. Þetta er gert til að kremið verði þétt í sér og auðveldara sé að setja súkkulaðihjúpinn á kökurnar.

Þegar kökurnar eru búnar að vera um hálfa klukkustund í frysti skulið þið bræða 500 g af suðusúkkulaði í potti yfir vatnsbaði. Dýfið nú kökunum ofan í bráðið súkkulaðið þannig að súkkulaðið hylji kremið vel, setjð aftur á bökunarplötuna og látið kökurnar kólna vel.

Þegar þær eru vel kældar, þá eru þær settar í kökudúnk og inn í ísskáp eða í frystinn. Endilega stelið ykkur einni rétt áður en þær eru settar í kælinn. Síðan er gott að fá sér eina og eina alveg fram að hátíðum. Þið eigið nefnilega um 80 Sörur.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s