Drekakaka

drekakaka6_s

Drekar eru merkileg fyrirbæri í þjóðtrúnni en þeir tilheyra flestir austurlöndum og evrópu. En það leynast nokkrar drekasagnir í sagnaarfinum íslenska. Ormar hafa einhvern vegin verið sterkari í okkar sögum eins og t.d. sögur af Lagarfljótsorminum bera með sér. 

Leiða má líkum að því að ormasagnir séu algengari hér vegna norrænu goðsagnarinnar um Miðgarðsorminn sem teygir sig um öll heimsins höf og bítur í skottið á sér.  En hvað sem líður ormum og drekum þá eru drekar í miklu uppáhaldi hjá mér. Þeir eru tákngerving mikils krafts sem tengist eldi og lofti. Eldur kemur úr gini þeirra og þeir fljúgja um loftin blá. Þeir eru persónugerving fyrir þann kraft sem erfitt er að beisla.

Drekakaka er hvít yndisleg kaka sem lítið fer fyrir en hún bragðast mjög vel. Á milli laga er sett hindberjasulta sem hægt er að segja að sé drekablóð. Síðan er klippt úr skapalón af dreka og það sett vel ofan á kökuna og dreift úr flórsykri ofan á. Skapalónið tekið varlega í burtu og eftir situr glæsilegur dreki. Endilega bjóðið upp á drekaköku þegar von er á gestum sem eru ekki háir í loftinu.

Upprunanlega heiti kökunnar er Victoria Secret og uppskriftin kemur úr blaðinu Good Food, frá ágúst árið 2012.

Innihald
2 tsk matarolía
175 g hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
140 g sykur
25 g möndlur
2 egg
175 ml hrein jógúrt
3 vanillidropar
25 g brætt smjör

Á milli laga eru um það 5 msk af hindberjasultu og síðan er skreytt með flórsykri ofan á.

Aðferð
Þið þurfið tvö form sem eru um 18 cm á þvermál, smyrjið þau vel með smjöri og hitið ofninn í 180°C.

drekakaka1_s

Þetta eru fínu formin mín sem ég fékk í Góða hirðinum, ekkert mál að ná kökunum úr þessum formum.

Byrjið á því að blanda saman hveiti, lyftidufti, sykri og möndlum í stórri skál. Í annarri skál skuluð þið þeyta eggin og hrærið saman við þau jógúrt og vanilludropum. Bræðið smjörið og hellið olíunni saman við það. Hellið báðum þessum blöndum nú saman við þurrblönduna í stóru skálinni og hrærið varlega saman. Skiptið deiginu jafnt á milli formanna tveggja og bakið í 20 mínútur.

drekakaka2_s

Nýbakaðir botnar að kólna.

Látið kökurnar kólna í formunum. Setjið síðan aðra kökuna á disk og smyrjið hindberjasultunni jafnt ofan á hana, síðan setjið þið hina kökuna ofan á og skreytið með flórsykri eftir ykkar höfði.

Dreki kemur mjög vel út sem skraut.

drekakaka5_s

Hérna sést þegar minn sérstaki aðstoðarmaður klippir út þennan glæsilega dreka.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s