Lúsíubrauð

lusiubraud5_s

Ég bauð til Lúsíuveislu þann 13. þar sem Lúsíubrauð lék aðal hlutverkið. Einnig bauð ég upp á heitt súkkulaði með rjóma, óáfenga jólaglögg, osta og alls kyns heimagerðar sultur. Síðan mættu kátir gestir sem fengu að njóta veitinganna með okkur. Fullkomin dagur.

Samkvæmt Sögu daganna eftir Árna Björnsson þá segir svo um Lúsíumessu:

Lúsíumessa er 13. desember. Heilög Lúsia naut talsverðrar helgi um Norðurlönd og á Íslandi þekktust af henni bæði myndir og sögur í katólskum sið. Það kann að hafa dregið úr dýrkun hennar að snemma á 12. öld var Magnúsmessa Eyjajarls sett sama daginn. Aðfaranótt Lúsíumessu var fram á 18. öld talin lengsta nótt ársins. Lúsíumessa lagðist af um siðaskipti á norðurslóðum. Í Svíþjóð lifði Lúsía þá áfram í þjóðtrú og hefur hérlendis komið við sögu eftir 1930 í sænskum búningi.  Sagan af heilagri Lúsíu er sú að hún átti að hafa verið efnuð kristin jómfrú á Sikiley nálægt árinu 300. Hún gaf fátækum heimanfylgju sína þegar hún átti að giftast og það líkaði eiginmanni hennar sérlega illa og kærði hana fyrir rómverska landstjóranum. Það mistókst hjá honum að láta brenna hana og koma henni í vændishús, en að lokum var hún hálshöggving. Önnur sögn segir að hún hafi rifið úr sér bæði augun og sent þau á diski til ungs manns sem hafði dáðst af þeim. Einkenni Lúsíu á myndum er því oft tvö augu á ská og gott þótti að heita á hana við augnveiki. (Saga daganna, bls 297, 1993)

Brauðin sjálf eru formuð eins og augu Lúsíu og rúsínunar sem settar eru í þau eru  augasteinarnir.

Nú hef ég tekið upp á þeim sið að baka Lúsíubrauð í desember. Þetta brauð er best að bjóða upp á daginn sem það er bakað og helst strax og það kemur úr ofninum. Það er mjög ljúffengt, mjúkt og saðsamt. Saffranið gefur brauðinu einstakt bragð.

Uppskriftina fann ég í skemmtilegu riti sem heitir Uppskritabók Islex, sem er gefið út af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum árið 2011. Uppskriftin heitir á frummálinu: Supergoda Lussekatter og hún kemur frá Ylva Hellerud í Svíþjóð.

Lúsíubrauð
Deig I
50 g smjör
5 dl mjólk
50 g ger
1 msk sykur
1 tsk salt
12-13 dl hveiti

Deig II
1 g saffran
1 sykurmoli
125 g mjúkt smjör
1 1/2 dl sykur
1 egg
5 dl hveiti

Skraut
1 egg og rúsínur

Aðferð
Deig I
Bræðið smjörið við lágan hita, setjið í skál ásamt mjólkinni. Þessi blanda á að vera um 37°C. Hrærið þurrgerið saman við með handpísk. Að lokum blandið þið saman við þetta: sykri, salti og hveiti. Hnoðið vel saman, setjið dúk yfir skálina og látið lyftast á hlýjum stað í 1 klukkustund.

Deig II
Myljið saffran og sykurmola vel saman t.d. í morteli. Hrærið mjúkt smjör og sykur vel saman í skál þar til það er orðið að léttri blöndu. Þá setjið þið saffranblönduna og eggið saman við smjörblönduna og hrærið vel saman. Setjið nú þessa blöndu út í deig I, með 5 dl af hveiti. Blandið deigunum vel saman í stórri skál. Nú er hægt að fara að búa til Lúsíubrauðið.

Takið smá klípu af deiginu rúllið henni út í mjóa slöngu. Snúið upp á báða endana og stingið rúsínu í hvorn snúðinn á brauðinu, látið brauðin að lyfta sér í 20 mínútur áður en þau eru bökuð.

lusiubraud3_sFalleg Lúsíubrauð.

lusiubraud1_sÞarna er framleiðslan komin á full skrið. Fyrstu brauðin urðu aðeins of stór en prófið ykkur áfram með þá stærð sem þið viljið hafa á ykkar brauðum.

Pennslið öll brauðin með eggi rétt áður en þau eru sett inn í ofninn. Bakist við 200°C í um það bil 7-9 mínútur. Fylgist vel með brauðunum, þau gætu þurft lengri bökunartíma. Þau eru tilbúin þegar þau eru komin með fallegan gullinn lit á sig og hafa lyft sér vel.

Takið úr ofninum og leyfið þeim að kólna lítillega áður en þau eru borin fram. Ég mæli með því að bera þau fram með smjöri, osti, jólaglögg og heitu súkkuluði.

lusiubraud4_s

Brauðin nýkomin út úr ofninum, svo girnileg og falleg.

Verði ykkur að góðu.

One thought on “Lúsíubrauð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s