Laufabrauðs útskurður

laufabraud8_s

Það er hefð á mínu gamla heimili fyrir norðan á Blönduósi að búa til laufabrauð fyrir jólin. Það er ómissandi sem meðlæti með hangikjötinu um jólin. Hér á eftir koma nokkrar myndir af útskurðinum. 

Uppskriftin kemur frá langömmu minni henni Ingibjörgu Þorsteinsdóttur. Hún var fædd í Húnavatnssýslu þann 29. maí 1892 og lést þann 15. mars 1968. Að sögn föður systur minnar þá kom hún langamma alltaf upp á loft til ömmu og afa í Tilraun á laufabrauðsdaginn og flatti út laufabrauðið. Frænku minni þótti þykku kökurnar bestar. Pabbi sagði mér að afi hans hafi alltaf skorið út með þeim í kökurnar og hann var sá sem kenndi þeim systkinunum að skera út og síðan kenndi pabbi okkur systkinunum að skera út. Svona færast hefðir á milli einstaklinga, fjölskyldna og hópa. Það er mjög gaman að taka þátt í lifandi hefð sem tengist mat.

Við notum beitta hnífa og einnig laufabrauðsjárn við útskurðinn, síðan þarf brauðbretti undir kökurnar þegar þær eru skornar út, og að lokum þarf góða steikingarfeiti til að steikja kökurnar í.

laufabraud1_s

Verkfæri fyrir laufabrauðs útskurðinn. 

Fyrir mér er laufabrauð eitt það allra fallegasta sem búið er til matarkyns fyrir jólin. Vegna þess að við gerð laufabrauðs kemur fjölskyldan saman og skapar fallegt handverk og tekur þátt í matargerð fyrir jólin sem gengnar kynslóðir hafa einnig tekið sér fyrir hendur.  „Ungur nemur gamall temur“ á vel við hér. Uppskriftina birti ég ekki hér því hún er fjölskyldu fjársjóður sem kannski einhvern tíma verður opinberaður.

Laufabrauðið tókst einstaklega vel þetta árið, mjög bragðgott og fallegt. Ég þakka Bjarna Bjarnasyni duglega bróður mínum fyrir það, en hann bjó til deigið og flatti út fyrir okkur.

laufabraud2_s

Vafningar. Skorið er stórt U, síðan skornar lengjur niður. Snúið er upp á lengjurnar og endum þeirra þrýst fast niður í kökuna.

laufabraud3_sKleinur. Skorið er lítið U, gerð rauf í miðjuna og snúið upp á deigið, alveg eins og þegar snúið er upp á kleinur.

laufabraud4_s

Fyrsta mynd af þremur í tengslum við mynstur sem heitir músastigi. Fyrst er kakan brotin saman í umslag eins og langafi sagði alltaf. 

laufabraud5_s

Síðan eru skorið upp í hvert brot og kakan tekin í sundur þá sést þetta munstur.

laufabraud6_s

Að lokum eru búnir til músastigar, brotið upp á annan hvorn strimil.

laufabraud7_s

Ein kaka með kleinum og vafningum.

laufabraud9_s

Nýsteiktar kökur að kólna.

Gleðileg jól og njótið jólahátíðarinnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s