Indverskur karrý lambakjötsréttur

karrylambakjotsrettur5_s

Ég hef verið að æfa mig í indverskri matargerð, en indverskur matur er minn uppáhaldsmatur. Íslenska lambakjötið passar einkar vel fyrir indverska matargerð og ekki skemmir það fyrir að við eigum nóg af öndvegis lambakjöti.  

Þegar ég elda indverskan þá verð ég alltaf svo spennt að smakka, því útkoman er alltaf góð en aldrei eins. Þessi réttur er heillt ævintýri sem auðvelt er að setja saman. Áður en ég fékk matarbakteríuna þá var ég stundum að kaupa einhverjar krukkur sem í voru indverskar sósur sem ég þekkti ekki neitt. Ég hellti þessum sósum yfir lambakjötið á pönnunni eða kjúklinginn og úr þessu varð einhver hræðileg blanda sem ég bauð upp á með vafasamann svip á andlitinu. Að eigin mati gat ég ekki eldað indverskan og það var bara hægt að kaupa indverskan mat á veitingastöðum, þetta hlyti að vera svo flókið að ég gæti þetta örugglega aldrei, fyrst krukkumallið gat ekki gert kjötið gott.

En nú er öldin önnur. Ég á góða uppskriftarbók sem heitir At home with Madhur Jaffrey. Þessi bók hefur leyst leyndardóma indverskrar matargerðar úr álögum, þetta er ekkert mál.

Núna get ég búið til sósurnar frá grunni og það er svo einfalt. Krafturinn í kryddunum fær að komast inn í kjötið og ég veit hvernig útkoman verður svona næstum því. Ég mæli eindregið með þessari bók. Madhur Jaffrey setur uppskriftirnar fram á einfaldan máta og í þeim eru innihaldsefni sem oftast er hægt að fá úti í búð. Þessi indverski karrý lambakjötsréttur er uppskrift sem ætti að hengja upp á vegg, því hún er svo góð.

Innihald
6 msk olivíu olía
8 kardamommur
2 kanil stangir
8 negul naglar
1 tsk heil cummin fræ (ekki kúmen)
1 tsk heil fennel fræ
1 laukur
900 g lambaframparts bitar
310 ml hrein jógúrt
2 msk kóríander krydd
2 tsk af fínt söxuðu engiferi eða 1 tsk af engifer dufti
1/2 tsk-3/4 tsk cayenne pipar
1 1/2 tsk salt

Hitið ofninn í 180°C. Ef þið eruð að nota lambaframparts bita þá skuluð þið byrja á því að skera af þeim mestu fituna og skera síðan kjötbitana í aðeins smærri bita.

karrylambakjotsrettur2_s

Fínir lambakjötsbitar sem hægt er að rekja upprunann af. En þetta er kjöt af lömbum foreldra minna.

Hellið nú olíunni í pott sem má fara inn í ofn. Þegar olían er orðin heit þá eru kardimommurnar, kanil stangirnar, negul naglarnir, cummin- og fennel fræin sett á pönnuna, hrærið aðeins í kryddunum. Því næst fer laukurinn út á pönnuna.

Food 2013 013

Þarna eru hörðu kryddin. Talið ofan frá: kardimommur þær eru grænar, negul naglar, fennel fræ þau er einnig græn, cummin fræ og kanilstangir.

Steikið þetta þar til laukurinn fer að taka á sig smá lit. Þá setjið þið afganginn af innihaldssefnunum út á pönnuna. Kjötið, jógúrtina, kóríander, engiferið, cayenne piparinn og saltið.

Hrærið varlega í þessu þar til allt hefur blandast vel saman. Látið vera á hellunni þar til þetta er farið að malla rólega. Takið þá af hellunni. Setjið lok á pottinn og skellið honum inn í ofninn í um það bil 1 1/2 klst. Eftir eina klukkustund er gott að kíkja í pottinn og athuga hvort það þurfi að bæta smá vatni á réttinn. Þegar um 15 mín eru eftir af bökunartímanum þá skuluð þið taka lokið af pottinum og leyfa kjötinu að brúnast lítillega. Kjötið er í fínu lagi þótt það sé  orðið lítilega þurrt og smá brúnt. Hrærið af og til í réttinum á meðan hann bakast.

Berið fram með hrísgrjónum, salati og mango chutney.

Verði ykkur að góðu.

karrylambakjotsrettur4_s

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s