Grænmetis lasagna

graenmetislasagna1_s

Hollustan er í fyrirrúmi hjá mér núna. Fann þessa hollu og bragðgóðu uppskrift í Fréttatímanum helgina 2.-3. febrúar 2013. Eigandi grænmetisstaðarins Culina hún Dóra Svavarsdóttir gaf uppskriftina, en ég breytti henni lítillega.

Ég er ekki eins dugleg að blogga og ég var en það eru ýmsar ástæður fyrir því. Er til dæmis farin að kenna í grunnskóla og í það fer mikil orka sem ég sé ekki eftir. Í skólanum er mjög hollt fæði og ég tók þar með ákvörðun um að hætta í hvítum sykri og hvítu hveiti. Ég veit að það er rugl þegar þú ert sælkeri. En mér líður miklu betur í skrokknum, þótt ég hafi bara byrjað fyrir viku síðan. Einnig er gaman að læra á nýjar aðferðir og vörur sem maður notar í staðin fyrir hvítt hveiti og hvítan sykur.

Ég geri bara góða, einfalda og holla rétti þegar út í hollustuna er farið, ein alveg viss með sig. Þessi réttur passar fyrir um það bil fimm til sex manns. Mjög gott er að bera fram með honum pestó, salat og eitthvað hollustu brauð fyrir þá sem eru í átaki, en annars hvítt hvítlauksbrauð. Ég breytti uppskriftinni með því að auka magn kryddanna basil og oregano úr 1 tsk í 1 msk, einnig setti ég spelt lasagna plötur í stað þeirra sem innihalda hvítt hveiti og ég bætti við gulrótum og brokkolí. Hérna er hin breytta uppskrift.

Innihald
250 g rauðar ósoðnar linsubaunir
1 laukur
1 dós niðursoðnir tómatar eða um 440 g
4 hvítlauks geirar, saxaðir smátt
4 gulrætur, saxaðar í sneiðar
4 brokkolí stönglar, saxaðir í sneiðar
1 stk kúrbítur/zucchini skorinn í teninga, munið að skera skinnið utan af
1 paprika, skorin í bita
2 tómatar skornir í bita
Salt
Svartur pipar
1 msk oregano
1 msk basil
1 stór dós af kotasælu
Spelt lasagna plötur
Ostur, mikið af honum

Byrjið á því að sjóða linsurnar. Það tekur um það bil 10-15 mínútur, hellið af þeim vatninu og setjið til hliðar. Steikið næst laukinn, ásamt tveimur geirum af hvítlauk, basil og pipar. Þegar laukurinn er farin að mýkjast hellið þá baununum og niðursoðnu tómötunum saman við. Ef ykkur finnst þurfa að bæta við vatni endilega skellið einum til tveimur bollum af því með. Látið þessa blöndu nú malla við lágan hita í um það bil 15 mín.

Næst er að steikja afganginn af grænmetinu á annarri pönnu. Steikið kúrbítinn, paprikuna, brokkolíið, gulræturnar, fersku tómatana og tvo geira af hvítlauk. Setjið einnig oregano, salt og pipar saman við. Hrærið rólega í grænmetinu og steikið þar til það allt er farið að mýkjast. Þá er komið að því að setja rétinn saman. Raðið til skiptis í eldfast mót lasagna plötum, baunamaukinu, grænmetinu og kotasælunni. Endið á kotasælu og osti. Bakið við 180°C í um það bil 45 mínútur, eða þar til toppurinn er orðin fallega brúnn.

graenmetislasagna3_s

Þetta er þannig réttur að það er hægt að elda hann daginn áður, sniðugt t.d. fyrir matarboðið þegar gestgjafinn hefur ekki mikinn tíma þann dag sem matarboðið er.

Verði ykkur að góðu.

graenmetislasagna2_s

One thought on “Grænmetis lasagna

  1. Bakvísun: Grænmetislasagna grunnskólakennarans | Uppsprettan

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s