Lambakæfa

Ég fór norður til foreldra minna í vetrarfríinu í skólanum. Þar sem ég er gamaldags búkona þá nýtti ég tímann og bjó til kæfu með móður minni. Hún er meistari í að búa til kæfu. Við fengum heil fimm kíló af afburða góðri lambakæfu, sem við skiptum á milli okkar.

Mamma lærði að gera kæfu af ömmu Huldu á Blönduósi og nú er ég að læra þessa matargerðarlist. Flestar þær matvörur sem við kaupum í dag innihalda einhver e-efni. Fáir neytendur gera sér grein fyrir því hver þessu efni eru og hvernig áhrif þau hafa á líkamann. Það skal enginn segja mér það að e-efni séu skaðlaus heilsu okkar. Því einfaldari sem maturinn er þeim mun hollari er hann. Þess vegna hvet ég fólk að búa til sem mest af matnum heima og versla helst beint við framleiðanda, eða rækta sjálf það sem þig getið.

Eftir að hrossakjötsmálið kom upp nú í Englandi, þar sem frosnir réttir áttu að innihalda nautakjöt en innihéldu hrossakjöt, er fólk að átta sig betur á því að það er öruggast að versla beint við framleiðandann og búa til matinn heima frá grunni. Í fyrra kom upp annað mál hér á Íslandi þar sem stærstu matvælaframleiðendur landsins höfðu notað iðnaðarsalt til matvælagerðar. Sumir alveg grunnlausir að eigin sögn. Ekki get ég sagt að álit mitt á íslenskri matvælaframleiðslu hafi vaxið við iðnaðarsalts hneykslið.

Við verslum kjötið okkar beint frá bónda, fiskinn fæ ég oftast beint úr sjó frá bróður mínum sem er sjómaður, við ræktum okkar kartöflur og grænmeti sjálf og vinnum það þannig að  það sé hægt að geyma það yfir veturinn. Við tínum ber og jurtir og kaupum flest allt annað vottað lífrænt hjá Bændum í bænum sem er markaður Græna hlekksins, hann er staðsettur að Nethyl 2c. Þetta er alveg frábær lítil búð sem selur allt lífrænt vottað.

Að vera meðvitaður um áhrif sín á umhverfið tel ég vera nauðsynlegt öllum, því við eigum aðeins eina jörð.

Kæfan sem við gerðum inniheldur lambakjöt, lífrænt vottaðan lauk, salt og pipar. Mikið af pipar. Sá hluti lambsins sem notaður er í að gera kæfu eru hin svokölluðu slög eða brjóstkassinn af lambinu. Þessi hluti er einnig notaður til að gera rúllupylsur.

kaefa1_s

Þarna á eftir að skola slögin, þetta er aðeins helmingur af öllu kjötinu.

Við vorum með slög af níu lömbum og byrjað var á því að láta kjötið þiðna og síðan var það skolað vel upp úr köldu vatni.

Næst skárum við slögin í góða bita og skelltum þeim í tvo stóra potta ásamt lárviðarlaufum, vatni sem flaut yfir kjötið, smá pipar og smá salti.

kaefa3_s

Slögin af lömbum móður minnar voru afburða stærri en slögin sem ég kom með, enda er hún með húnvetnsk lambakjöt en ég með kjöt frá Strandasýslu, smá sýslugrobb í gangi.

kaefa4_sÞetta er svona stærðin af bitunum sem gott er að skera slögin í.

kaefa5_s

Tveir pottar nærri fullir af kjöti.

Gömlu eldavélinni hennar ömmu Huldu var komið fyrir úti í gróðurhúsi og þarna var kjötið látið malla í góða þrjá tíma. Ástæðan fyrir því að við suðum kjötið úti í gróðurhúsi er sú að það kemur ekkert sérstklega góð lykt þegar slög eru soðin, þannig að ef þið hafið aðstöðu til þess þá er gott að sjóða kjötið úti í einhverjum kofa eða bara úti á tröppum. Veit ekki alveg hvort heilbrigðiseftirlitið myndi samþykja þetta gróðurhúsa eldhús, en það virkar fínt.

kaefa6_s

kaefa7_s

Þarna er suðan hálfnuð á kjötinu.

Slökkt var undir pottunum þegar kjötið var tekið að falla af beinunum. Þá tókum við annan pottinn inn og byrjuðum á því að rífa allt kjötið utan af beinunum. Kjötið var heitt og stundum of heitt en allt gekk þetta. Öll fita og öll bein voru tekin í burtu en þessir partar eru ekki notaðir í kæfuna. Við dunduðum okkur við kjötplokkið í góða tvo tíma og á meðan var spjallað. Kjötið hlóðst upp og allt í einu vorum við búnar að hand pikka kjöt af níu góðum skrokkum. Þá tók ég sex lauka og skar þá til. Hakkavélin var tekin fram og allt kjötið hakkað með lauknum.

kaefa8_sVið veiddum kjötið upp úr pottinum með fiskispaða, og létum fituna aðeins leka af því.

kaefa9_sÞarna er búið að hreinsa kjöt sem er vinstra megin en fitan er hægra megin.

kaefa10_sÞarna er allt kjötið sem á eftir að hakka. Platan vinstra megin inniheldur fitu og kjöt en sú hægra megin aðeins hreinsað kjöt.

kaefa11_sAllt kjötið komið í stóran poka. Mikilvægt er að hakka kjötið sem fyrst svo að fitan nái ekki að storkna utan á því. Þá verður hökkunin á því jafnari.

kaefa12_s

Þarna er hjálparkokkurinn Sóldís Perla að horfa á kæfugerð hjá ömmu sinni í fyrsta skipti.

Kjötið var síðan sett í stóran pott sem var ofan í heitu vatni, þar var kæfan hnoðuð saman með góðum slatta af pipar. Ástæðan fyrir því að setja pottinn ofan í heitt vatn er sú að kjötið verður mýkra og fitan í því einnig mýkri. Þannig er auðveldara að hnoða kæfuna saman. Ég held að við höfum notað gott heillt glas af pipar.

kaefa14_s

Allt tilbúið fyrir hnoðun kæfunnar. 

Loksins var kæfan tilbúin en hinir miklu matgæðingar, pabbi, mágkona mín og bróðir minn sögðu okkur til með það hvort það vantaði pipar eða salt. Eftir smökkunina og aukningu á kryddi og aðeins meiri hnoðun tók við að setja kæfuna í viðeigandi box og síðan fór hún í frystinn.

Við settum ekki mikið í boxin því kæfan er án rotvarnarefna og geymist því ekki vel lengi ófryst í kælinum. Bragðgæðin eru mikil og þetta er eitt það besta og næringarríkasta álegg sem ég veit um. Nú er búkonan glöð með frábærar afurðir.

kaefa15_s

Verði ykkur að góðu.

7 thoughts on “Lambakæfa

 1. Ég kann ekkert til kæfugerðar, en dettur í hug þegar ég les þetta: væri gott að steikja piparinn í olíu (td.) áður en hann er settur samanvið, til að (1) ná út bragðinu, og (2) drepa allt lífrænt utaná honum, og lengja þannig líf kæfunnar?
  (Í frægu e-kólí tilfelli í Reykjavík var skömminni skellt á ‘mengaðan pipar’ í kjötfarsinu.)

  Og síðan þú minnist á „iðnaðarsaltið“ og hestakjötið; hér í Austurríki var eggjaframleiðandi fundinn að því að hafa selt Slóvakísk egg (sem einhver innihéldu salmonellu) sem heimaframleidd Bíó-egg. Hann reif ekki kjaft í blöðum, eins og þeir hjá ölgerðinni, heldur fékk 39 mánaða fangelsisdóm.

  Bestu kveðjur & takk fyrir greinargóða lýsingu á kæfunni.

  • Sæll Tryggi, takk fyrir ábendinguna. Jú hef verið að hugsa um að gera næst tilraunir með kryddin, búa til nokkrar gerðir af kæfu með mismunandi kryddum. Þetta með piparinn er áhugavert. Iðnaðarsaltið var að ég held lélegur brandari sem æddi um samfélagið í nokkrar vikur en síðan gleymdu þessu allir og flestir ákváðu að treysta þessum svokölluðu matvælaframleiðendum fyrir því að halda áfram að búa til hráefni sem við síðan borðum. Hér er tekið allt of létt á svona „svindl“ málum.

 2. Sæl búkona,
  ég lærði kæfugerð af pabba mínum sem lærði af mömmu sinni og þau gerðu eins og amma þín. mitt fólk var úr Fljótum. Hrein afurð sem gott er að eiga í frysti. Takk fyrir góða matarþætti, kveðja, sigga.

 3. Hæhæ, ég var að gera frumraun mína í kæfugerð. Hún heppnaðist mjög vel og ég er alsæl með frábæra kæfu.

  Nú er næsta verkefni að renna yfir allar hinar uppskriftirnar þínar

  • Gaman að heyra. Er algjörleg að vanrækja búkonuna í sjálfri mér hér í netheimum. En er að vinna í nokkrum uppskriftum til að setja inn, hollar, góðar, einfaldar, ódýrar og fljótlegar eru mínar uppskriftir oftast. En kæfan verður aldrei fljótleg enda myndi hún líklega flokkast undir „slow food“, hæga matargerð. Verði þér og þínum að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s