Posted in mars 2013

Saltfiskgratín

Saltfiskgratín

Páskafríið er að nýtast vel til þess að vinna upp hin ýmsu verk hér í sveitinni og ég hef tíma til að elda og blogga um það strax á eftir. Vaknaði snemma til að útbúa þennan rétt sem síðan var skellt í ofninn strax eftir vinnu við að smíða hænsnakofann.

Föstudagsins langa bollur

Föstudagsins langa bollur

Þegar við flytjum að heiman og búum til okkar eigin heimili reynum við að útbúa matinn sem við ólumst upp við og einnig er nýjum uppskriftum bætt við í sarpinn. Föstudagins langa bollur eru t.d. hefð sem ég er að búa til á mínu heimili.

Lambaskankar með kardimommum og kanilstöngum

Lambaskankar með kardimommum og kanilstöngum

Indverskir réttir eiga hug minn allan núna. Það bregst ekki að þegar ég finn uppskrift í bókinni hennar Madhur Jaffrey þá er útkoman mögnuð. Kannski vegna þess að spennan og gleðin sem ég upplifi við gerð matarins smýgur inn í réttina ásamt kryddunum.

Hveiti og sykurlaus súkkulaðiterta

Hveiti og sykurlaus súkkulaðiterta

Það er hægt að búa til mjög góðar tertur án þess að fylla þær af sykri og hvítu hveiti. Þessi terta er svo brjálæðislega holl og bragðgóð að þú átt erfitt með að trúa því að ekki sé sykur í henni eða hvítt hveiti.