Hveiti og sykurlaus súkkulaðiterta

hollsukkuladikaka3_s

Það er hægt að búa til mjög góðar tertur án þess að fylla þær af sykri og hvítu hveiti. Þessi terta er svo brjálæðislega holl og bragðgóð að þú átt erfitt með að trúa því að ekki sé sykur í henni eða hvítt hveiti. 

Síðan líður þér vel í maganum og í sálinni eftir að hafa fengið þér eina eða fleiri sneiðar. Ekki slæmt það. Kakan er mjög létt í sér og dúnamjúk. Hveitið sem er notað er kókoshnetuhveiti sem ég keypti í Kosti. Kókoshnetu ilmurinn þegar ég opnaði pakkann var dásamlegur. Kókoshnetuhveiti er án glútens en í dag eru fleiri og fleiri að koma fram sem þjást af ofnæmi fyrir glúteni.

hollsukkuladikaka2_s

Þetta er ekki það ódýrasta hveiti sem ég hef keypt en gæðin eru mikil og það þarf ekki mikið af hveitinu í uppskriftina.

Í heilsuhorni Kosts er að finna hið ótrúlegasta úrval af hinum ýmsu hveitum ásamt baunum, fræjum, bakstursblöndum og mörgu öðru sem er hollt að borða.

Þessi kaka inniheldur hráefni sem ekki er erfitt að nálgast og það sem meira er að þú getur notað þessi hráefni í eitthvað annað ef það er afgangur af þeim. Uppskriftin kemur úr Gestgjafanum 1 tbl.2013.

Innihald
1 dl lífrænt vottuð kókosolía
15 ferskar döðlur, mæli með lífrænum
3 dl sykurlaust eplamauk, t.d. eplamauk fyrir börn
3 egg
2 tsk vanilludropar
1 1/2 dl sterkt kaffi
1 1/2 dl kókoshnetuhveiti (coconut flour) fæst í Kosti
1 1/2 dl ósætt kakó
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt

Byrjið á því að hita ofninn í 175°C.  Setjið kókosolíu krukkuna í heitt vatn. Það sem ég gerði var að skrapa harða olíuna í krukku um það bil 2 dl af henni. Síðan setti ég lokaða krukkuna ofan í sjóðandi heitt vatn sem var í litlum potti og lokaði pottinum. Þannig bráðnaði olían eins og ekkert væri.

Skerið næst döðlurnar í helminga þar sem það geta verið steinar í þeim og setjið þær síðan í matvinnsluvél ásamt eplamaukinu. Þeir sem eiga ekki matvinnsluvél geta notað töfrasprota við þetta verkefni. Maukið vel. Næst er að blanda eggjunum, kaffinu, kókosolíunni og vanilludropunum saman við, hrærið þar til allt er vel blandað saman.

Þá er þurrefnunum bætt saman við kókoshnetuhveiti, kakói, matarsóda og salti. Þetta hrærði ég rólega saman við blautu blönduna með sleif. Þegar deigið er allt samlagað hellið því þá í form sem er um það bil 22 cm í þvermál, og þar sem búið er að setja smjörpappír í botninn á,bakið í ca 30 mínútur.

hollsukkuladikaka1_s

Deigið tilbúið, og alveg ótrúlega létt í sér. 

Stingið prjóni í kökuna til að athuga hvort hún sé tilbúin, ef ekkert hangir á prjónum þegar hann er tekinn úr kökunni þá er hún tilbúin. Leyfið kökunni að kólna í forminu.

Berið fram með þeyttum rjóma.

Verði ykkur að góðu.

hollsukkuladikaka4_s

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s