Lambaskankar með kardimommum og kanilstöngum

lambaskankar2_s

Indverskir réttir eiga hug minn allan núna. Það bregst ekki að þegar ég finn uppskrift í bókinni hennar Madhur Jaffrey þá er útkoman mögnuð. Kannski vegna þess að spennan og gleðin sem ég upplifi við gerð matarins smýgur inn í réttina ásamt kryddunum.

Lambaskankar eru frábært hráefni í hina ýmsu kjötrétti vegna þess að beinið er enn innan í kjötinu sem gefur mikinn kraft í réttinn ásamt hinum ýmsu indversku kryddum. Hægt er að finna ótal uppskriftir þar sem lambaskankar leika aðalhlutverkið.

Indversk krydd eru ekki bara krydd þau eru einnig lækningajurtir sem Indverjar hafa þekkt frá örófi alda. Jurtirnar eru góðar til að halda niðri blóðsykri og til að örva meltingu og blóðflæði. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum ekki bara að horfa á mat sem orku heldur einnig sem lyf fyrir líkama og sál. Forðist þess vegna mikið unninn mat sem er fullur af saltpétri,rotvarnar- og þrávarnar efnum eða  e- efnum og reynið að borða sem mest lífrænt vottað.

Ég fór hamförum í eldhúsinu þennan dag þar sem von var á tveimur góðum vinkonum í mat, ég eldaði mat fyrir um átta manns, hafði hið ýmsa meðlæti með. Eins og hrísgrjón, mangó chutney, papadom sem eru þunn brauð sem eru steikt í olíu, raítu sem er jógúrtsósa með gúrkum, dahl sem er grænmetisréttur úr rauðum linsubaunumm og einnig bjó ég til sætt mangó lassi sem er drykkur.

Ég vona að vinkonur mínar fyrirgefi mér fyrir það að sprengja þær algjörlega en það er bara svo gaman að elda þegar það eru að koma gestir. Þessi réttur er ekki í dýrari kantinum en hinir fjórir lambaskankar sem fara í þessa uppskrift kosta rétt um tvö þúsund krónur. Þeir fást oft ferskir í Krónunni og einnig er hægt að kaupa þá frosna í Bónus.

Ég ætla ekki að fara út í uppskriftirnar af hinum réttunum strax, en læt nægja að setja hér inn uppskriftina af lambaskönkunum. Eins og áður var tekið fram kemur uppskriftin úr bók eftir Madhur Jaffrey sem heitir At home with Madhur Jaffrey. Þessi uppskrift miðast við fjóra.

Innihald
4 lambaskankar
Salt
Svartur pipar
1/2 l Ab mjólk
6 hvítlauks geirar, skornir í sneiðar
8 cm af fersku engiferi, húð hreinsað og skorið í bita
3 msk kóríander duft
3 tsk cumin duft
1/2 tsk cayenne pipar
10 kardamommur
1/2 tsk svört pipar korn
3 stykki kanilstangir
1/2 tsk negulnaglar
1 laukur skorin í helming og þunnar sneiðar

Byrjið á því að þurrka af skönkunum rakann, gott að gera með þurru bréfi.

lambaskankar1_s

Skankarnir tilbúnir fyrir krydd.

Saltið með 1/2 tsk salti og kryddið vel með svörtum pipar. Leggið þá til hliðar á meðan þið útbúið sósuna og takið til kryddin. Hitið ofninn í 180°C.

Þegar þið húð hreinsið engiferið þá er hér gott ráð. Takið fram teskeið og skafið engiferið upp á við með skeiðinni, skinnið kemur af eins og skot. Þetta trix kenndi Valdís Vera vinkona mín mér og ég hef átt mun betra samband við engifer eftir að ég lærði þetta trix. Skerið nú hvítlaukinn í grófa bita og einnig engiferið.

Setjið nú 150 ml af Ab mjólkinni í blandarann ásamt hvítlauknum og engiferinu, blandið þar til áferðin er orðin mjúk á sósunni. Setjið nú þurrkryddin út í sósuna: kóríander, cumin, cayanne piparinn, 1 1/2 tsk salt og afganginn af Ab mjólkinni. Blandið vel.

Hellið nú olíu í vel stóran pott sem rúmar fjóra lambaskanka. Notið pott sem má setja inn í ofn. Þegar olían er orðin heit skuluð þið setja heilu kryddin út í pottinn, það eru: kardamommurnar, piparkornin, kanilstangirnar og negulnaglarnir.

lambaskankar3_s

Ilmurinn var eins og á indversku veitingahúsi, gjörsamlega frábært. 

Síðan eru lambaskankarnir settir út í pottinn, brúnið þá á annarri hliðinni. Þegar þið snúið þeim þá skulið þið einnig setja hinn niðurskorna lauk út í pottinn. Steikið skankana þar til þeir eru orðnir brúnir á öllum hliðum.

Hreyfið vel við kjötinu og kryddunum á meðan þið eruð að steikja kjötið. Þegar þið eruð búin að brúna kjötið er komin tími á að hella sósunni úr blandaranum út í pottinn, ásamt 250 ml af vatni. Náið nú upp suðunni.

lambaskankar4_s

Sósan komin í pottinn og suðan að koma upp.

Setjið lokið á pottinn og setjið inn í ofninn. Bakist í þrjá tíma. Snúið skönkunum á hálf tíma fresti. Ég bætti við smá vatni af og til í pottinn og hrærði í sósunni þegar ég var að snúa skönkunum.

Berið fram með hrísgrjónum og mangó chutney. Einnig má bera þetta fram með öllum þeim herlegheitum sem ég dró fram í gær og þá verður þetta heljarins veisla.

Verði ykkur að góðu.

lambaskankar5_s

One thought on “Lambaskankar með kardimommum og kanilstöngum

  1. Namm, þetta er pottþétt betra en maturinn sem ég fæ hér-á Indlandinu sjálfu 🙂 Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt kæra vinkona. Hlakka til að koma og smakka þegar ég kem heim 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s