Einföld svartbaunasúpa

svartbaunasupa1_s

Það er gaman að borða svartan mat, en það er örugglega skemmtilegra að borða í myrkri og upplifa bara bragð. Svartbaunasúpan mín er æðislega góð, hún er grá á litinn, með fallegum sætkartöflum sem synda um í bragðgóðum grámanum.

Það eru ekki til mörg matvæli sem eru svört á litinn og í augnablikinu man ég bara eftir krækiberjum og sólberjum, ásamt svartbaununum. Það er hægt að fá svartbaunir í dósum og einnig þurrar baunir. Ég mæli með þeim sem þarf að leggja í bleyti, því þær hafa ekki legið í málmdós í einhvern óræðan tíma.

Svartbaunir innihalda mikið prótein og eru einnig mjög bragðgóðar. Ég kaupi mínar annað hvort í heilsuhorni Krónunnar eða í Nethyl þar sem Bændur í bænum eru til húsa. Ég er enn að æfa mig á nýju myndavélina mína og litasamsetning þessarrar myndar sem fylgir uppskriftinni er ekki alveg upp á sitt besta, en þetta mun koma.

Innihald
400 g svartbaunir lagðir í bleyti yfir nótt eða tvær dósir af niðursoðnum svartbaunum
5 lárviðarlauf
600 g af sætkartöflum
1 laukur smátt saxaður
8 geirar af hvítlauk, smátt saxaðir
1 msk cummin duft
1 tsk coriander duft
1/2 tsk chillí duft
3 msk sítrónusafi
Salt og pipar til að bragðbæta

Soð
1 l vatn
2 grænmetisteningar
1 kjúklingateningur

Leggið 400 g af svartbaunum í bleyti daginn áður en elda á súpuna. Næsta dag skal byrjað á því að sjóða baunirnar í vatni sem nær lítillega yfir þær ásamt fimm lárviðarlaufum. Ef þið notið dósa baunir þá skuluð þið skella þeim út í soðið þegar það er tilbúið ásamt fimm lárviðarlaufum.

Í öðrum potti sjóðið þið upp soðið fyrir súpuna. Þegar það sýður takið það af hellunni.

Flysjið sætkartöflurnar og saxið í um 1 cm stóra bita, saxið laukana smátt. Setjið í miðlungsstórann pott ásamt ólivíuolíu þegar þetta byrjar að steikjast eru kryddin sett út í. Hrærið varlega saman og látið steikjast í um 3-5 mínútur við meðal hita.

Hellið nú soðinu saman við grænmetið, ásamt baunum, lárviðarlaufin meiga alveg fljóta með. Látið nú súpuna malla í 1 klukkustund, eða þar til baunirnar eru orðnar mjúkar. Rétt áður en súpan er borin fram skuluð þið setja 3 msk af sítrónusafa saman við hana. Hrærið vel saman.

Berið fram með góðu brauði. Ég bjó til tómata chillí ostabrauð sem passar einkar vel með þessari súpu.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s