Bláber eru eitt það hollasta sem hægt er að borða og þau er hægt að nota í svo margt. Eins og t.d. í heimagerðan ís. Ég smakkaði þennan ís hjá henni Steinunni Bergsteinsdóttur. Hún sýndi mér hvernig á að búa til bláberja ís og ég hef sjaldan smakkað aðra eins dýrð.
Posted in maí 2013 …
Frönsk lauksúpa
Sá matarnörd sem ég er þá hef ég skrifað niður nöfn á réttum sem ég á eftir að prófa að búa til og í gær tókst mér að strika út einn rétt af listanum sem verður eldaður aftur og aftur en það er franska lauksúpan hennar Juliu Child.
Blæjuegg
Blæjuegg eru egg sem eru soðin án skurnar, þau eru mín uppáhalds egg. Þessi egg eru kölluð „poached eggs“ á ensku og hægt er að fá þau með öllum morgunverðardiskum í Ameríku. Að sjóða þessi egg krefst nokkurra handtaka sem auðvelt er að læra.