Bláberja ís

blaberjais4_s

Bláber eru eitt það hollasta sem hægt er að borða og þau er hægt að nota í svo margt. Eins og t.d. í heimagerðan ís. Ég smakkaði þennan ís hjá henni Steinunni Bergsteinsdóttur. Hún sýndi mér hvernig á að búa til bláberja ís og ég hef sjaldan smakkað aðra eins dýrð.

Það tekur nokkrar mínútur að búa til eftirréttinn þannig að það þarf ekki að búa hann til fyrirfram, heldur bara rétt meðan gestirnir eru að jafna sig á aðalréttinum. Matvinnsluvél er nauðsynleg í þetta verk.

Innihald
500 g frosin bláber
2 1/2 dl rjómi
1 egg
6 msk sykur eða sætuefni

Setjið frosin bláber í matvinnsluvélina og maukið þau í gróft duft.

blaberjais1_s

Bláberin búin að taka einn snúning í matvinnsluvélinni.

blaberjais2_s

Þarna eru frosnu bláberin komin í hið fínasta grófa duft.

Því næst er eitt egg sett út í ásamt rjóma og sykri. Hrærið þar til það er komin þykk og fín áferð á blönduna.

blaberjais3_s

Þarna er hann tilbúinn, bláberja ísinn minn. Bláberin eru af sjálfsögðu týnd af mér og mínum húskarli.

Ég vara ísætur við, þið eigið ekki eftir að geta hamið ykkur fyrr en allt er búið. En þetta er næstum því mjög hollur ís.

Setjið í ísskálar og njótið.

Verði ykkur að góðu.

One thought on “Bláberja ís

  1. Namm! Eg set 300 gr af berjum, 300 gr af jogurti (heimagerdann) og 100 gr af sykri, og hann er svo godur…
    Skemmtilegt vidtal a Ruv!
    Sjaumst a föstudaginn,
    Silja, hans Kjartans Miliani

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s