Blæjuegg

blaejuegg3_s
Blæjuegg eru egg sem eru soðin án skurnar, þau eru mín uppáhalds egg. Þessi egg eru kölluð „poached eggs“ á ensku og hægt er að fá þau með öllum morgunverðardiskum í Ameríku. Að sjóða þessi egg  krefst nokkurra handtaka sem auðvelt er að læra.

Ég lærði þessi handtök þegar ég var að horfa á sjónvarpið eitt sinn í Kanada, einhver þekktur kanadískur kokkur mætti í sjónvarpsþátt og sýndi handtökin sem hann sagði að væru að vefjast fyrir mörgum en væru hin einföldustu, þar er ég sammála. Eftir það hefur mér tekist þessi eggjalist til hins betra. Þessi egg eru ekki bara falleg og bragðgóð heldur eru þau elduð á afar hollan máta þar sem þau eru soðin í vatni.

Innihald
4 egg
2 msk edik
Salt á hnífsoddi

Byrjið á því að taka fram pönnu sem er með háum hliðum, fyllið pönnuna að hálfu af vatni og bætið þar saman við tveimur matskeiðum af ediki og smá salti. Náið upp suðunni, lækkið þá hitann þar til vatnið mallar rólega.  Brjótið nú eitt egg í lítinn bolla eða litla skál sem auðvelt er að hella úr þegar brúnirnar nema við vatnsbrúnina á pönnunni. Hellið egginu varlega út í vatnið á meðan brúnir bollans nema við vatnið. Gerið þetta við öll eggin, en ekki sjóða fleiri en fjögur egg í einu á pönnunni.

Ekki heldur brjóta eggin í bolla eða skálar nokkru áður en á að sjóða þau, það veldur því að þau leka öll út þegar þau eru komin út í sjóðandi vatnið í stað þess að sjóða saman og verða fallega vatnssoðin. Best að brjóta þau strax og þau eiga að fara út í vatnið.

blaejuegg1_s

Látið skálina eða bollann nema alveg við vatnsbrúnina þegar þið hellið egginu varlega ofan í vatnið.

blaejuegg2_s

Þarna er eggið næstum allt komið ofan í vatnið, og ég bætti við þremur eggjum í viðbót.

Hvert egg festir sig lítilega við pönnuna en takið fram lítinn spaða og setjið varlega undir hvert egg til að losa það.  Ef þið viljið meðal mjúka rauðu sjóðið í 3 mínútur en ef aðeins harðari þá í 6 mínútur. Til þess að rauðan soðni líka skuluð þið ausa smá af soðvatninu yfir eggin með matskeið.

Takið nú eggin upp úr vatninu með fiskispaða og hafið viskustykki undir honum. Þannig náið þið mestu vatninu af egginu.

blaejuegg4_s

Þarna er eggið tilbúið eftir um það bil 6 mínútna suðu, gott er að láta vatnið renna af því ofan í viskustykkið.

blaejuegg5_s

Þetta eru þau bestu egg sem hægt er að fá, prófið bara.

Leggið síðan eggin á disk og berið fram. Ég setti þessi egg hér inn undir nafninu morgunverður en þau er einnig gott að borða með einföldu salati og ristuðu brauði, sem léttur hádegis-eða kvöldverður.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s