Frískandi hrákaka með avókadó og límónum

avokadokaka9_s

Ein holl, fljótleg og bragðgóð. Allt sem kaka þarf að bera. Avókadóið gerir fyllinguna mjúka og límónusafinn kemur með hið súra góða bragð. Það er einhvern vegin meira gaman að búa til heilsukökur heldur en hveiti-og sykursprengjur.

Ég er að safna saman heilsuköku uppskriftum því þær heilla mig mjög mikið einmitt núna. Eftir að súpudellan hvarf þá fékk ég hollustuköku delluna. Ég get ekki valið mínar dellur þær bara detta inn og ég tek á móti þeim og geri það besta úr málinu. Ég fjárfesti í matvinnsluvél í vor og þá gat ég loksins farið að gera hrákökur af alvöru, matvinnsluvélar og hrákökur eru vinir. Þessi kaka er án hveitis, sykurs og dýraafurða, sem sagt einnig vegan. Uppskriftin kemur frá Sollu á Gló.

Innihald
1 1/2 dl döðlur
1 1/2 dl valhnetur
1 1/2 dl kókosmjöl
Klípa af salti

Allt sett í matvinnsluvél og maukað, deigið er tilbúið þegar það klístrast vel saman.

avokadokaka1_s

Þrýstið deiginu ofan í eldfast mót sem er um 20 cm í þvermál. Frystið.

avokadokaka7_s

Á meðan botninn jafnar sig í frystinum er fyllingin gerð.

Fylling
2 avókadó, afhýdd og steinhreinsuð
1 dl kókospálmasykur
1 dl límónusafi, safi úr 2 og 1/2 límónu
Rifið hýði af tveimur límónum
1/8 tsk sjávarsalt

Set inn myndir af þessu fallega avókadó sem er auðvitað lífrænn, einnig af kókospálmasykrinum sem ég hef aldrei notað áður en er frábært efni, hann fæst t.d. í Krónunni. Síðan varð ég að setja inn mynd af límónuberkinum, hann leit bara svo fallega út og liturinn var ótrúlegur. Ég er mataróð og bara varð að taka myndir af þessu og ég held að þið sem lesið þetta hafið líka miklu meira gaman af þegar það eru margar myndir.

avokadokaka4_s

avokadokaka3_s

avokadokaka2_s

Skellið þessu öllu í matvinnsluvélina ásamt límónusafanum og maukið þar til þetta er orðið silkimjúkt.

avokadokaka6_s

Takið nú botninn út úr frystinum og smyrjið fyllingunni ofan á. Setjið í frystinn í tvo tíma. Gott er að taka kökuna út úr frystinum um einni klukkustund áður en á að bera hana fram. Skreytið hana þegar hún kemur úr frystinum t.d. með kíví og einhverju rauðu, eins og jarðarberjum eða hindberjum. Átti ekki neitt rautt þannig að kíví var látið duga.

avokadokaka8_s

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s