Hindberja gleði

hindberjagledi2_s
Þessi eftirréttur svíkur engan, ferskleikinn í fyrirrúmi. Ég var um það bil fimm mínútur að búa þennan rétt til, og ég ætlaði ekki að trúa því hvað þetta leit fagmannlega út komið í glösin á leið í kælinn.

Smá kaldhæðni, þetta hefði alveg getað litið betur út hjá mér en þar sem þetta voru einu glösin sem litu fallega út fyrir réttinn en með allt of litlu opi þá var erfitt fyrir mig með mína 15 fingur að koma þessu ofan í glösin án þess að káma þau út að innan. Muna að eiga betri glös næst er komið á listann minn. En samt lítur þetta vel út hvað varðar litasamsetningu. En áfram með smjörið.

Það eru frosin hindber í réttinum og ég er svo heppin að kona nokkur gefur okkur oft hindber úr garðinum sínum þannig að nóg er til.

Innihald
340 g hindber
4 tsk flórsykur
500 ml grísk jógúrt
3 malaðar Homeblest kex kökur, en þeir sem vilja vera alveg sykurlausir geta notað hafra í staðin og sleppt flórsykrinum.

Byrjið á því að taka fram sex 150 ml glös. Vigtið hindberin og setjið þau öll í blandarann ásamt flórsykrinum, maukið þar til þau eru orðin að þykkum graut.

hindberjagledi1_sFalleg frosin íslensk hindber, rétt fyrir maukun.

Myljið nú kexið, t.d. er hægt að setja það í poka og rúlla yfir með kökukeflinu eða bara mylja það yfir réttinn.

Setjið nú 2 tsk af hindberjum í botninn á hverju glasi, síðan 2 tsk af grískri jógúrt og setjið síðan smá af kexmylsnu yfir, endurtakið síðan með að setja smá af hindberjum, síðan gríska jógúrt og restina af mylsnunni. Stingið í kæli.

Það er hægt að leika sér endalaust með hin ýmsu ber og kex. Ég tók eftir að kexið sem var sett ofan á var orðið svoldið blautt þegar ég tók réttinn út fimm stundum seinna, bætið því smá kexi ofan á í viðbót áður en rétturinn er borin fram. Uppskriftin kemur frá Nigellu Lawson, úr bókinni Feast.

Verði ykkur að góðu.

2 thoughts on “Hindberja gleði

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s