Banana súkkulaði hrákaka

bananasukkuladikaka7_s
Ég hef búið til nokkrar hrákökur í sumar og allar hafa þær verið meiriháttar góðar, fljótlegar og hollar. Þessa köku var ég að búa til í fyrsta skipti og hún er svakalega góð. Matvinnsluvél er nauðsynleg þegar verið er að búa til hrákökur.

Ég er einnig búin að lesa mér mikið til um hvítan sykur og hvítt hveiti, og lokaniðurstaðan er oftast þessi:“þetta er eitt hið versta hráefni fyrir líkamann“.

En það er hægt að sneiða mikið til hjá þessum tveimur hráefnum og nota önnur í staðinn eins og eru t.d. notuð í þessa köku. Ég er hægt og bítandi að segja bless við hvíta hveitið og hvíta sykurinn.

Hins vegar er erfitt að kveðja alveg þegar þú ert sælkeri og elskar að baka misfrægar kökur og brauð. En allt er gott í hófi.

Hildur frænka mín sem býr í Englandi, sendi mér þessa uppskrift, og ég segi takk elsku frænka, því þessi kaka er svakalega góð. Kremið er eitt það besta sem ég hef smakkað.

Innihald
Botn
200 g möndlur
250 g döðlur

Leggið döðlurnar í bleyti í um það bil hálftíma. Setjið möndlurnar í matvinnsluvélina og malið í duft.

bananasukkuladikaka1_s

Þegar verið er að tæta möndlur í duft verður til mikill hávaði sem gaman er að dansa við.

bananasukkuladikaka2_s

Möndlur komnar í hið fínasta mjöl.

Næst fara döðlurnar út í möndlumjölið og allt er maukað saman.

bananasukkuladikaka3_s

Hvítur og brúnn passar vel saman, þarna eru döðlurnar búnar að liggja í bleyti í um það bil hálftíma.

bananasukkuladikaka4_sAllt komið í mauk.

Þrýstið nú deiginu ofan í kökuform.

bananasukkuladikaka5_s

Ég setti þetta ofan í eldfast form. En það er mjög gott að setja þetta í smelluform og plast undir. Botninn er svo settur í frysti í eina klukkustund. Á meðan er kremið búið til og eitthvað dundað sér í eldhúsinu.

Krem
5 msk kakóduft, helst lífrænt vottað
5 msk fljótandi kókosolía
5 msk agave sýróp
1 avókadó
1 banani

Setjið allt í matvinnsluvélina og hrærið þar til blandan er orðin slétt og falleg. Ég er ekki enn að trúa því hvað þetta krem er gott og get ekki hætt að tala fallega um það. Athugið að kókosolía er oftast í föstu formi, það fer eftir hitastiginu í búðinni í hvernig formi hún er. En það er ekkert mál að bræða hana. Þið setjið krukkuna ofan í sjóðandi heitt vatn, passið að það flæði ekki yfir hana. Eftir nokkrar mínútur er olían komin á fljótandi form. Oft er gott að setja eitthvað þungt ofan á krukkuna svo hún fljóti ekki upp.

bananasukkuladikaka6_s

Takið nú botninn út úr frystinum og setjið á fallegan disk, setjið svo kremið á kökuna. Skreytið að vild. Ég skreytti með gójí berjum og möndluflögum.

Verði ykkur að góðu.

4 thoughts on “Banana súkkulaði hrákaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s