Púddur, matur og ég.

Brátt mun vera komið eitt ár síðan við fengum okkur hænur og við sjáum alls ekki eftir því.  Allir afgangar fara til þeirra og í staðin fáum við ein þau bestu egg sem hægt er að hugsa sér.  Pönnukökurnar verða heiðgular því rauðan er dökkrauð frá mínum heilbryggðu púddum.haenur1_s

Pavarottí, Lukka og Kókoshneta í sumar, svo gott að sjá sumarmyndir.

En það er margt í mörgu þegar farið er að halda húsdýr sem eru ekki gæludýr. T.d. ákvað ein hænan í maí síðastliðnum að liggja á eggjunum sínum. Þegar hænur ákveða að liggja á þá nær enginn og ekkert að koma þeim ofan af þeirri ákvörðun. Síðan taka hinar hænurnar upp á því að verpa undir hana og fara síðan út í náttúruna að kroppa og sóla sig á meðan hin liggjandi hæna sér um allt.

Mér var sagt að eina leiðin til að láta hænur hætta við að liggja á væri að taka hænuna og troða henni í poka og hengja hana upp á vegg í sólarhring. Ekki hugnaðist mér sú aðferð og ákvað að leifa púddu litlu að liggja á.  En ekki var hægt að láta hana liggja á 40 eggjum, þannig að ég merkti með krossi þau egg sem átti að unga út og ég valdi fimm stykki.

Þar gerði ég strax mistök því ég valdi t.d. risa stórt egg sem líklega var með tvíburum en þau egg verða eiginlega alltaf fúlegg. Svo einn daginn þegar ég kom út í kofa þá heyrði ég svaka unga tíst en fann enga unga, ég skildi ekkert í þessu, en daginn eftir lá dauður ungi á gólfinu. Sem sagt eggin tísta rétt áður en ungarnir kroppa sig út úr þeim. Varpkassinn hafði ekki nógu háa brík fyrir framan hænuna þannig að unga dýrið datt út.

Byggt var nú fínt búr fyrir Lukku púddu litlu og daginn eftir voru komnir tveir ungar sem í dag eru orðnar stórar púddur og eru farnar að verpa pínu litlum eggjum. Eftir um það bil viku fara þær systur í ferðalag norður í land og þá hef ég skipti og fæ tvær nýjar hænur. Þetta geri ég til að styrkja stofninn og hafa sem minnstan innskyldleika. Hér koma þrjár myndir af Lukku með ungana sína uppi á priki, móðurástin var mikil og ungarnir máttu ekki sjá af móður sinni og hún ekki af þeim.

haenur3_s

Bíbb kíkir undan öruggu skjóli.

haenur4_s

Hver er eiginlega að ónáða okkur?!

haenur5_s

Þarna eru þær alveg svakalega öruggar með sig hjá mömmu.

Síðan keypti ég fóður frá M.R búðinni sem eru svokallaðir varpkögglar allt í einu var ég farin að ná í stóran poka fyrir hænurnar mínar niður á höfn með nokkra mánaðar fresti en svo rak ég augun í það á innihaldslýsingunni að í fóðrinu væri erfðabreytt sojamjöl. Ég vildi fóðra mínar hænur með lífrænt vottuðu fóðri og loksins fann ég það hér á landi, en Eymundur á Vallarnesi selur mjög ódýrt og gott fóður fyrir hænur. Þannig að nú eru púddur að venjast nýju fóðri.

haenur6_s

Svona verða ungarnir til. Pavarottí stekkur á sínar púddur og er nokk sama þótt kóngur og prestur glápi á aðfarirnar þegar náttúran kallar. 

Þetta matarblogg hefur einhvern vegin ekki fengið athygli mína upp á síðkastið en ég elda og baka eins og herforingi. Ég hef hins vegar aldrei séð herforingja elda eða baka en þeir eru víst fjári röskir og það er ég.

Hugurinn er út um allar trissur vegna ýmissa pælinga og ég eyði tímanum mikið í að skoða matreiðslubækur, hin ýmsu matartímarit, við lestur jógafræða, Íslendingasagna og fleiri góðra bóka, einnig er ég að vinna í skóla og svo elda ég af og til stórkostlega rétti alveg frá grunni.

Ég nota aldrei tilbúnar sósur, sælgæti eða kex í mínar uppskriftir. Mottóið er allt frá grunni. T.d. pasta sósur úr krukkum er eitthvað sem ég get ekki borðað eða notað í mína rétti, og helst kaupi ég ekki hakk úti í búð. Allt kjöt fæ ég beint frá bónda eða kaupi t.d. lambshjörtu og bý til úr þeim hakk.  Skoðið bara hakkpakkana úti í búð, það er all oftast búið að setja eitthvað í hakkið. Einnig kaupi ég frosin fisk beint frá sjómanninum.

Ég treysti alls ekki matvælaframleiðslu fyrirtækjum og veit að eina leiðin til að vita hvað þú ert að borða er að rækta það sjálf, veiða það sjálf, tína það sjálf eða kaupa það beint frá bónda sem þú treystir og helst þekkir.

Njótið myrkursins og kveikið á kertum.

Vetrar kveðja Búkonan.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s