Tíu vinsælustu uppskriftirnar á árinu 2013

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur, búkonan sendir ykkur þakkir fyrir að kíkja við. Nú birtast hér tíu vinsælustu uppskriftirnar frá árinu 2013.  Að vera duglegri með bloggið á þessu ári er eitt af nýársheitunum.

Ég hef aldrei gert þetta áður að setja fram færslu með tíu vinsælustu uppskriftunum. Merkilegt fannst mér að sjá að heilsuköku flokkurinn minn er sá lang lang vinsælasti á þessu bloggi. Einnig er gaman að sjá að af tíu vinsælustu uppskriftunum þá eru sex af þeim kökur. Síðan er brauð, brauðbollur, súpa og einn fiskréttur.

Vinsælasta uppskriftin á árinu er fröken hjónabandsæla. Þessi undurgóða og klassíska kaka elskar rabarbarasultu eins og ég. Frábær kaka í nestisboxið hjá þeim aðila sem á hjarta manns.

hjonabandss_6sHjónabandssæla

Númer tvö í röðinni var Hrákaka með döðlum, sveskjum og súkkulaði.

hrafaediskaka4_sHrákaka með döðlum, sveskjum og súkkulaði

Ég hef haft sérstakan áhuga á hrákökum upp á síðkastið. Þar sem þær eru einfaldar, fljótgerðar og hollar.

Það er einnig kaka úr heilsuköku flokknum sem vermir þriðja sætið. Það er Heilsukaka Dagnýjar sem er alveg hrikalega góð kaka og sérstaklega með miklum rjóma.

heilsukakadagnyjar3_sHeilsukaka Dagnýjar

Ég varð mjög glöð að sjá að morgunverðar brauðbollurnar mínar komust á listann. Þær eru alveg einstaklega góðar og fallegar á morgunverðarborðinu.

morgunverdarbollur3_sMorgunverðar brauðbollur sem verða ekki harðar

Sú uppskrift sem komst í fimmta sætið er almennileg súkkulaði köku bomba. Það er Súkkulaðiterta með bananakremi.

sukkuladibananaterta3_sSúkkulaðiterta með bananakremi

Það er mjög góður saltfisksréttur sem er í sjötta sæti og hann heitir Portúgalskur saltfisksréttur.

portugalskursaltfiskrettur2_sPortúgalskur saltfiskréttur

Í sjöunda sæti er ein af mínum uppáhalds kökum. Hveiti og sykurlaus súkkulaðikaka sem einnig eru úr heilsuköku flokknum.

hollsukkuladikaka4_s

Hveiti og sykurlaus súkkulaðikaka, getið borðað endalaust og fitnið aldrei, nei grín!

Það er notað kókoshnetuhveiti í þessa köku og sætan kemur frá eplamauki. Mjög góð kaka.

engiferbaettsaetkartoflusupa1_sEngifer og sætkartöflusúpa

Í áttunda sæti er engifer og sætkartöflusúpan mín sem ég bý oft til yfir veturinn. Þetta er stór skammtur og það er svo gott að eiga afgang í ísskápnum þegar komið er seint heim frá vinnu.

braudekkihnoda6_sBrauðið sem þarf ekki að hnoða

Níunda sæti vermir brauð uppskrift sem er ekki af verri endanum. Með súpunni þarf að vera gott brauð og það er brauðið sem þarf ekki að hnoða. Það sem er svo gott við þetta brauð er að það er hægt að leika sér endalaust með hinar ýmsu hveitsamsetningar og fræ og lítið þarf að skipta sér af þessu brauði í hefunar- og bökunartíma.

Í tíunda sæti er rabarbarakaka á 4 mínútum sem er svo góð því það er svo mikið smjör í henni.

rabarbarakakaa4min8_s

Julia Child meistarkokkur sem ég er oft að vitna í sagði að smjör gerði allt gott og til að gera uppskriftina betri væri upplagt að setja meira smjör! Trúið henni og mér.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s