Eggaldin með parmesan og tómötum

eggaldin6_s Oft er það þannig að bestu uppskriftirnar eru beint fyrir framan mann í blaðinu eða hjá vinum og vinkonum. Eitthvað sem oft hefur verið eldað og betrum bætt. Þannig er það með þennan góða rétt sem ég rakst á í Fréttablaðinu þann 30. des 2013, þar sem ég sat á kaffistofu ónefnds banka.

Ég viðurkenni glæp minn þar sem ég laumaðist til að rífa uppskriftina úr blaðinu án þess að sæjist til mín eða heyrðist. Rétturinn var sagður vera einn af eftirlætisréttum Sollu á Gló og þá var ég viss. Allt sem ég hef borðað á Gló er gott og hollt.  Þetta er frábær grænmetisréttur sem hæfir einnig þeim sem eru á lágkolvetna fæði.

Í réttinum eru eggaldin sem ég hef átt í mjög slæmu sambandi við. Þau hafa alltaf verið seig og leiðinleg í réttum sem ég hef búið til svo ég ákvað að taka enn eina tilraunina í því að elda þau. Viti menn það tókst því ég skar þau þunnt með nýja mandólíninu mínu og einnig skar ég sum þeirra í 1/2 cm þykkar sneiðar með hníf. Samband mitt við eggaldin hefur batnað til muna.

Rétturinn er mjög bragðgóður og léttur í maga. Mæli með að bera hann fram með stórri skál af salati.

Innihald
4 eggaldin, skorin í þunnar sneiðar 1/2 cm í mesta lagi
1 1/2 dl ólífuolía
1 tsk salt
1 tsk oregano
1/2 tsk chillí, þurrt chillí sem hefur verið saxað, flögur (flakes)
Smá nýmalaður svartur pipar

500 g mozzarella, skorinn í sneiðar
100 g parmesan, gróft rifinn í rifjárni
1 dl brauðrasp

Skerið endana af eggaldinum og skerið þau í aflangar þunnar sneiðar. Hrærið saman ólífuolíu og kryddunum og penslið sneiðarnar. Ég setti smjörpappír á bökunarplötur og lagði sneiðarnar þar ofan á.

eggaldin1_sEggaldin tilbúin til þess að pensla og svo setja inn í ofn

Penslaði vel með ólífuolíu kryddblöndunni og bakaði í 10 mín á 200°C tók út og snéri sneiðunum og penslaði aftur og bakaði smá í viðbót.

Einnig er ágætt að setja smá oregano ofan á hverja sneið þegar olían er komin á hana. Fylgist bara vel með að eggaldinið verði ekki of dökkt. Takið úr ofninum og setjið á disk, setjið næstu röð af eggaldini í ofninn.
Rífið nú niður parmesan ostinn í rifjárni á grófustu stillingu og blandið saman við 1 dl af brauðraspi.

eggaldin3_s

Nýmalaðar tvíbökur og gróft rifinn parmesan ostur, rétt áður en ég blandaði þeim saman

Ég nota alltaf tvíbökur sem ég mauka í duft, það er lang bragðbest. Þessi blanda fer ofan á réttinn rétt áður en hann fer inn í ofninn. Leggið þessa blöndu til hliðar.

Sósa
800 g maukaðir tómatar
2 smátt söxuð hvítlauks rif
1 tsk timian
1 tsk basil
1 tsk oregano

Gott er að búa til sósuna fyrst. Skerið hvítlaukinn smátt og steikið í potti ásamt smá olívuolíu. Þegar hann er aðeins farin að brúnast setjið þá tómatana út í ásamt kryddunum, leyfið sósunni að malla þar til setja á réttinn saman.

Rétturinn er settur í eldfast form. Byrjið á því að setja eitt lag af tómatsósu, eitt lag af eggaldini og eitt lag af mozzarella osti. Sniðugt er að rífa mozzarella sneiðarnar í bita þannig er hægt að dreifa betur úr ostinum.

eggaldin4_s

Eggaldinin eru lin og fín eftir bökunina og þarna er mozzarella ostur í tættlum ásamt smá horni af uppskriftinni

Endurtakið tvisvar til þrisvar sinnum fer eftir stærð á mótinu, passið bara að eiga nóg af sósu fyrir öll lögin. Að endingu er parmesan og brauðrasp blandan sett ofan á.

eggaldin5_sRétturinn tilbúin til þess að fara inn í ofninn

Bakið í ofni í um það bil 30 mín við 200°C.

Verði ykkur að góðu.

eggaldin7_s

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s