Hollur biti á milli mála

hollurskyndibiti3_s
Ég er mikið fyrir það að maula eitthvað sætt á milli mála eða á kvöldin eftir kvöldmatinn, sem er hinn mesti ósiður. Maður tútnar út á hinum verstu stöðum og allt í einu kemstu ekki í buxurnar. Hins vegar hef ég fundið staðgengil fyrir sætmetið. Þetta eru hráfæðis nammi kúlur.

Innihaldsefnin er hægt að nálgast í flest öllum heilsurekkum verslanna í dag. Helst eru það hampfræin sem eru dýr en þau eru svo góð að ég læt það ekki stoppa mig. Hampfræ hafa flokkast undir ofurfæðu. Þau koma af Cannabis sativa plöntunni og eru mjög prótein- og næringarík,og þau innihalda Omega, 3, 6 og 9.

hollurskyndibiti1_s

Þetta eru ekki eiturlyf, heldur fræ, sem eru mjög góð fyrir alla starfsemi líkamans. Það fara ekki að vaxa hassplöntur í pottunum ykkar ef þið setjið þessi fræ í þá

Það þarf að eiga matvinnsluvél til að mauka þetta saman. Þið setjið öll innihaldsefnin í matvinnsluvélina.

hollurskyndibiti2_s

Allt komið í vélina, það eru hampfræin sem þið sjáið ofan á öllum hinum innihaldsefnunum

Látið vélina ganga þar til hnetur og rúsínur eru komnar í mauk.

hollurskyndibiti4_s

Síðan eru búnar til litlar kúlur og allt sett á disk með einhverju yfir inn í kæli. Þegar sælgætis þörfin bankar upp á, nælið ykkur í eina kúlu eða tvær og maulið án þess að fá samviskubit. Ég bjó til 21 kúlu en það er hægt að búa til miklu fleiri þar sem ég bjó til frekar stórar kúlur.

Uppskriftina fékk ég úr bókinni Matur sem yngir og eflir, eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur. Ég get þess alltaf þegar ég nota uppskriftir annarra, annað finnst mér vera stuldur. En oft breyti ég einhverju í uppskriftunum, sleppi einhverju hráefni eða breyti aðferðinni, því það er svo gaman að prófa sig áfram.

Ég breytti í þessari uppskrift lítillega. Ég setti hampfræin með öllum hráefnunum í matvinnsluvélina í stað þess að rúlla kúlunum upp úr þeim. Þar sem ég nennti ekki að rúlla þeim upp úr fræunum, alltaf praktísk þessi búkona.

Innihald
2 dl rúsínur
2 dl heslihnetur
1 1/2 tsk kardimommuduft
1 hnífsoddur vanilluduft
2 dl hampfræ

Ekki vera hrædd við að breyta og nota einhverjar aðrar hnetur eða krydd, þannig lærið þið á hráefnin.

Verði ykkur að góðu

2 thoughts on “Hollur biti á milli mála

  1. Notar þú ekki hampfræ sem búið er að kroppa innanúr skurninni (hýðinu)?
    Ég hef keypt hvorttveggja – af heilu fræjunum koma upp fínar plöntur, sem eru víst notaðar í (hamp)trefjavinnslu og til að fá fræ; skurnlausu fræin eru góð í allskyns ávaxta- og mjólkurdrykki (sem kallast víst „smoothies“ og „shakes“ á íslensku).
    En af þeim skurnlausu koma engar plöntur, það ég hef getað ræktað.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s