Súkkulaði hnetusmjörs hrákaka

sukkuladihnetusmjorskaka7_s

Það fer að verða vandræðalegt hvað ég birti margar hráfæðisköku uppskriftir. En þessar kökur eru svo fljótlegar, hollar, einfaldar og góðar, að það er ekki hægt að sleppa því að búa þær til.

Í uppskriftum sem ég hef verið að skoða af hráfæðiskökum þá er lítið minnst á það hvernig skuli taka kökuna úr forminu og setja á tertudiskinn. Ég veit að þetta er einfalt mál en ekki fyrir þá sem hafa aldrei spáð í að búa til köku og hvað þá hráfæðisköku þá er þetta hið dularfyllsta mál.

Mér hefur reynst vel að nota smelluform og setja plastfilmu í botninn á því. Þegar kakan er tekin úr fyrsti eða kæli þá er lítið mál að smella forminu utan af henni og lyfta henni varlega ofan af botninum, þar sem hún er laus ofan á plastinu og tertubotninn er vel þéttur.

Uppskriftina fann ég í Morgunblaðinu, 12. maí, 2013, bls 33.

Botn
200 g döðlur, lagðar í bleyti í 30 mín
100 g möndlur án hýðis
100 g kókosmjöl
1/2 tsk vanilludropar eða vanilluduft

Aðferð
Setjið fyrst möndlurnar í matvinnsluvélina og maukið í duft.

sukkuladihnetusmjorskaka1_s

Ég nota oftast hýðislausar möndlur en þær sem eru með hýðinu eru líka mjög góðar og allt í lagi að nota í hráfæðiskökur

sukkuladihnetusmjorskaka2_s

Möndlurnar verða að fínu dufti

Setjið nú restina af innihaldsefnunum í vélina og blandið saman þar til deigið er orðið seigt.

sukkuladihnetusmjorskaka3_s

Deigið tilbúið, þétt í sér og smá blautt, loðir saman þegar þú tekur það upp

Takið fram smelluform um 23 cm í þvermál setjið plastfilmu ofan í það sem nær upp á kantana. Þjappið deiginu ofan í formið og setjið í fyrsti í um 15 mín.

sukkuladihnetusmjorskaka4_s

Allt deigið komið ofan í plastfilmuklætt formið bara eftir að dreifa úr því og þjappa því vel ofan í formið

Þegar kakan er tekin úr frystinum þá er botninn smurður með góðu hentusmjöri, t.d. frá Whole Earth. Ég notaði eina krukku með hnetubitum í, það var mjög gott. Smyrjið ofan á botninn því magni sem þið viljið, en mælt er með um 300 g.  Að lokum er súkkulaðið búið til og sett ofan á.

Súkkulaði ofan á
1 dl kókosolía, fljótandi
3 msk kakóduft, ósætt
1 msk Agave síróp

Það er auðvelt að mæla kókosolíuna þegar hún er í fljótandi formi en það er hún ekki alltaf. Gott ráð er að setja krukkuna sem hún er í ofan í sjóðandi heitt vatn í vaskinum og bíða í smá stund, þá er hún orðin fljótandi. Hellið öllu saman í skál og hrærið vel saman.

sukkuladihnetusmjorskaka5_s

Hnetusmjörið var mjög gróft og það kom vel út, þarna sést hvað súkkulaðið er þunnt en það jafnaði sig

Hellið öllu súkkulaðinu yfir kökuna. Setjið nú kökuna í frysti og passið að hún standi á flötum fleti svo súkkulaðið harðni jafnt yfir kökuna. Þegar ég bar kökuna fram skreytti ég hana með grófum kókosflögum en setjið ofan á það sem ykkur dettur í hug.

sukkuladihnetusmjorskaka6_s

Kakan á leið inn í frysti

Verði ykkur að góðu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s