Sítrónukaka

sitronukaka7_s
Ef ykkur vantar góða og einfalda köku í eftirrétt eða með kaffinu þá er þetta kakan. Hún er himnaríki því hún er svo góð. Fullkomin biti með te eða kaffi. Þetta er ein af þessum gamaldags og klassísku formkökum.

Ég var virkilega hrifin af því hvað þetta var fljótleg og einföld kaka. Er ein heima og tók mér það bessaleyfi að smakka og njóta ein. Þá er hægt að smjatta og æpa upp yfir sig þegar bragðlaukarnir taka kipp. Þetta er þannig kaka.

Varla þarf að taka það fram að sítrónurnar tvær sem fara í þessa köku þurfa að vera lífrænt vottaðar. Í dag er miklu eitri sprautað á börk ávaxta og ekki er listugt að skella því í matinn.

Uppskriftin kemur úr bókinni Eldað og bakað í ofninum heima, eftir Ingu Elsu Bergþórsdóttur og Gísla Egil Hrafnsson. Þetta er uppskriftarbók sem er stút full af áhugaverðum og góðum uppskriftum.

Innihald
130 g smjör við stofuhita
4 stór egg
130 g sykur
120 g hveiti
1 tsk vínsteinslyftiduft
50 g maísmjöl
1 lífrænt vottuð sítróna, safi og fínt rifinn börkur

Maísmjöl fæst í öllum verslunum og það stendur venjulega Maizamil á pakkanum og umbúðirnar eru oftast gular.
Hitið ofnin í 180C°. Þeytið saman egg og sykur, þegar það er orðið að þykkri blöndu hrærið þá smjörið saman við. Ef smjörið er að koma úr ísskápnum skerið það í litla bita og hitið lítillega í potti á eldavélinni á lágum hita, þannig náið þið því í mjúkt form, ekki láta það sjóða.

Blandið hveiti,lyftidufti og maísmjöli saman í annarri skál. Rífið börkinn af sítrónunni, bara ysta lagið ekki þetta hvíta sem er undir. Ég á ótrúlega gott og beitt rifjárn, sem henntar mjög vel í barkarskurð.

sitronukaka1_s

Ilmurinn er ómótstæðilegur af nýrifnum sítrónuberki

Setjið börkinn á disk. Skerið sítrónuna til helminga og kreystið safann. Setjið í glas.

Blandið nú berkinum og safanum saman við blautu blönduna og hellið henni síðan út í hveitiblönduna, hrærið saman.

sitronukaka2_s

Þetta er aðgerða mynd, allt að gerast. Búið að rífa börkinn af sítrónunni og kreysta úr henni safann, búið að þeyta eggin, búið að blanda hveitblönduna

sitronukaka3_s

Þegar innihaldsefni sem gefa gott spark í rétti eru sett út í þá, þá fyllist ég spenningi, ekki þarf meira fyrir mataráhugafólk

Smyrjið jólakökuform sem er um það bil 10cm breitt og 24cm langt. Hellið deiginu í formið og sléttið vel úr því. Bakist í 40-50 mínútur.

sitronukaka4_s

Sítrónuliturinn komin á deigið, ljósgulur litur

Fylgist vel með kökunni í ofninum ef það er blástur þá verður hún fyrr tilbúin.

Leyfið kökunni að kólna áður en þið hellið sítrónusírópinu yfir hana.

Sítrónusíróp
80 g sykur
Safi úr 1 sítrónu

Setjið í pott, hrærið vel saman, sírópið er tilbúið þegar sykurinn er bráðnaður. Hellið yfir kökuna með matskeið. Áður en sírópinu er hellt varlega yfir kökuna þá er gott að hafa stungið prjóni í hana hér og þar eða gaffli, þá drekkur hún sírópið betur í sig.

Verði ykkur að góðu.

sitronukaka6_sGirnileg kaka sem gleður augu og bragðlaukana

2 thoughts on “Sítrónukaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s