Hollustu brauð, án hveitis og sykurs

hollustubraud9_s

Þetta brauð tilheyrir nýjasta mataræðinu, lágkolvetnafæði. Það er enginn sykur í því og ekkert hveiti, en í staðin er notað mikið magn af fræjum og hnetum. Það sem ég er hrifin af er að þetta er hollt og gott.

Í staðin fyrir hveiti er notaður ostur, egg og smá olía. Þetta brauð kom á óvart hvað varðar bragðgæði, en það molnar smá þegar það er skorið, þannig að notið beittan hníf þegar þið skerið það.

Það var mjög gott að borða brauðið sjóðandi heitt með miklu smjöri og góðum osti og ekki var það verra með svartbaunasúpunni sem við höfðum í kvöldmatinn. Ef þið eigið ekki öll fræin eða hneturnar notið þá bara meira af þeim fræjum eða hnetum sem þið eigið.

Þar sem fræ og hnetur eru dýr hráefni þá skuluð þið alltaf geyma þau í ísskápnum, það lengir geymsluþolið og heldur góða bragðinu í hráefninu. Ef þau eru geymd inni í skáp eða uppi á borði þá kemur þráabragð í hneturnar og fræin.

Uppskriftina fann ég í bókinni Södd og sátt, án kolvetna sem er eftir Jane Faerber. Bókin er með mörgum áhugaverðum og góðum lágkolvetna uppskriftum.

Innihald
100 g hörfræ
150 g graskersfræ
100 g sesamfræ
100 g sólblómafræ
100 g grófhakkaðar möndlur
100 g grófhakkaðar heslihnetur
1/2 dl olía, t.d sólblóma
2 tsk salt
5 egg
150 g rifinn ostur

Hitið ofninn í 160°C. Hrærið saman fræ og hnetur í skál með olíunni og saltinu. Þeytið eggin vel og blandið þeim saman við fræblönduna ásamt ostinum.

hollustubraud7_s

Ég skar hneturnar í grófa bita, og hér er deigið tilbúið

Setjið bökunarpappír í stórt jólakökuform og hellið deiginu í formið.

hollustubraud8_sPassið ykkur að setja alltaf smjörpappír ofan í formið, því annars verður það hið mesta bassl að ná brauðinu úr forminu

Dreifið vel úr deiginu. Bakið í 60-70 mínútur. Þegar brauðið er tilbúið þá er það orðið fallega brúnt ofan á toppnum. Takið brauðið strax úr forminu og leyfið því að kólna á grind. Fáið ykkur sneið meðan brauðið er enn rjúkandi heitt.

Verði ykkur að góðu.

hollustubraud10_s

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s