Súkkulaðikaka hjartans

sukkuladikakahjartans7_s

Ég verð að segja að ég hef sjaldan smakkað aðra eins súkkulaðiköku og ef þið eruð í neyð og þurfið að heilla einhverja manneskju upp úr skónum þá er þetta kakan til að komast að hjartanu. Svo mjúk og bragðgóð og lætur þér og þínum líða svo vel á eftir.Þetta er kaka úr smiðju Nigellu Lawson úr  bókinni Feast, Food that celebrates life. Ég hef oft búið þessa köku til áður og hún svíkur aldrei.

Það er hægt að búa til botnana einum til tveimur dögum áður og það tekur enga stund að setja hana saman. Ef þið ætlið að geyma botnanna, vefjið þeim vel inn í smjörpappír, poka þar utan um og í kæli ef geyma á í einn til tvo daga. Ef geyma á kökuna lengur setjið hana þá í frysti. Það er einhvern vegin þannig að það sem kemur frá Nigellu Lawson er alltaf hrikalega gott. Í þessari köku eru rjómi, smjör og súkkulaði sem ganga í heilagt hjónaband með hindberjum. Þetta er hin fullkomna samsetning, lofa!

Innihald
1.5 dl mjólk
1 msk smjör
1 msk vanilludropar
3 egg
200 g sykur
175 g hveiti
3 msk kakó
1 tsk matarsódi

Fylling
1.25 dl rjómi
125 g hindber

Krem
1.5 dl rjómi
150 g súkkulaði
1 msk síróp

Hitið ofninn í um 170° Byrjið á því að búa til deigið fyrir kökuna. Vanilludropar, mjólk og smjör er sett í pott og hitað saman við lágan hita, þar til smjörið er bráðnað. Þeytið síðan egg og sykur vel saman þar til úr verður þykk og létt blanda. Út í eggjablönduna hellið þið mjólkurblöndunni og blandið vel saman. Að lokum fer hveitið, kakóið og matarsódinn út í þetta. Blandið þessu saman með sleikju, þar til komið er fallegt deig.

Hellið í vel smurð hjartaform, ég á eitt hjartaform sem passar vel. En ef það eru ekki til hjartaform á heimilinu notið þá hringlaga kökuformum sem eru um það bil 20-22 cm í þvermál.

sukkuladikakahjartans1_s

Kakan nýkomin úr ofninum, fullkomin botn með einu gati þar sem ég stakk prjóni í til að athuga hvort hún væri ekki tilbúin

Bakið kökuna í 20 mínútur. Leyfið henni að kólna í um 10 mínútur í forminu og setjið hana síðan ofan á kökugrind þar sem hliðin snýr að grindinni sem á að snúa niður. Botnarnir eru svo mjúkir að þeir sökkva lítillega ofan í grindina og taka á sig smá mynstur úr henni, en ég lennti í því.

sukkuladikakahjartans2_s

Botn með rúðumynstri en hann fékk að vera neðri botn

Látið botnanna vera orðna alveg kalda áður en þið setjið þá saman með súkkulaðikremi og rjómaberjafyllingunni.

Rjómaberjafylling:
Þeytið rjómann og hrærið hindberjunum saman við. Ef þið eruð með frosin ber, látið þau þiðna vel áður. Gott er að stappa berin gróflega saman áður en þau eru sett út í rjómann. Úr þessu verður fallega bleikur og bragðgóður rjómi.

sukkuladikakahjartans4_s

Þetta er svo fallegt á litinn og mjög ferkst bragð er af þessum hindberjarjóma, á myndina tróðu sér laukur og nokkrar gulrætur

Setjið alla rjómaberjafyllinguna á neðri botninn og efri botninum skuluð þið þrýsta varlega ofan á.

sukkuladikakahjartans5_s

Þarna er dýrðin að smella saman, og laukur og gulætur fengu líka að vera með á myndinni

Kremið:
Setjið rjómann, súkkulaðið og sírópið í pott og sjóðið varlega saman á lágum hita, hærið vel saman. Alls ekki skilja pottinn eftir á hellunni og fara að gera eitthvað annað, þar sem súkkulaði brennur mjög auðveldlega. Ég hellti kreminu síðan varlega hér og þar ofan á kökuna og lét það leka eins og það vildi. Það gerði kökuna skemmtilega villta.

sukkuladikakahjartans6_s

Ég setti allt súkkulaðikremið ofan á kökuna, annað var ekki í boði

sukkuladikakahjartans9_sÉg skreytti kökuna með ferskum jarðarberjum en ef þið eigið fersk hindber þá er það ekki verra. Það voru hamingjusöm hjörtu sem brögðuðu á þessari köku

Verði ykkur að góðu

sukkuladikakahjartans8_s

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s