Það er svo gaman að fá gesti. Þá tek ég mig oftast til og prófa uppskriftir sem ég er búin að vera að skoða lengi. Þessi uppskrift byggist á því sem er kallað: „dúttl í eldhúsinu“. Það þarf að nostra við þessa köku en ekki of mikið, akkúrat nógu mikið.
Posted in mars 2014 …
Hindberjaskyrs hrákaka
Ég bjó þessa köku til að gleðja og það tókst. Kakan kláraðist og margir urðu glaðir. Það sem er hvað skemmtilegast við það að koma með köku þegar engin á von á því er þakklætið og gleðin sem gjöfin veldur. Kakan er með gott ferskleika bragð og er hið mesta augnayndi.