Hindberjaskyrs hrákaka

hindberjaskyrhrakaka9_s

Ég bjó þessa köku til að gleðja og það tókst. Kakan kláraðist og margir urðu glaðir. Það sem er hvað skemmtilegast við það að koma með köku þegar engin á von á því er þakklætið og gleðin sem gjöfin veldur. Kakan er með gott ferskleika bragð og er hið mesta augnayndi.

Ég átti til rjóma sem þurfti að nota sem fyrst og einnig skyr, hin hráefnin á ég alltaf til, sem eru möndlur, döðlur, frosin hindber og Agave síróp. Þannig að úr varð að ég prófaði að búa til þessa köku. Uppskriftin kemur úr bókinni Nýjir eftirlætisréttir fjölskyldunnar.

Hráköku botnar byggjast flestir upp á því að í þeim er einhver blautur ávöxtur eins og t.d. döðlur, sveskjur eða apríkósur. Síðan eru settar einhverjar hnetur, möndlur, kannski fræ og kókosmjöl. Bara eitthvað sem getur haldið botninum saman.

Það er hægt að leika sér endalaust með botnanna, og það besta er að þeir eru alltaf góðir. Ég horfi fram hjá uppskriftum þar sem eru allt of mörg innihaldsefni sem oftast gleymast svo í ísskápnum og skemmast. Ég sæki í að nota uppskriftir þar sem eru fá innihaldsefni sem helst eru holl og bragðgóð. Ekki spillir fyrir að þau séu ekki of dýr.

Þessi kaka er auðveld í samsetningu og munið að þegar þið eruð að búa til hráköku að setja plastfilmu inn í smelluformið sem nær vel upp á kantanna. Það er gert til þess að auðveldara sé að ná kökunni úr forminu þegar hún er frosin. Þá er ekkert mál að smella utan af henni forminu og draga plastið undan kökunni þegar hún er komin á diskinn.

Þið sem búið í útlöndum þar sem fæst ekki skyr getið notað jógúrt í staðin. Ef þið viljið þykkja jógúrtina þá skuluð þið nota trekkt sem í hefur verið settur kaffipoki og láta jógúrtina standa þar yfir nótt í ísskápnum, þá hefur runnið mesti vökvinn af henni. Það þarf hins vegar að vera stór trekkt sem tekur um 500 g af jógúrt.

Innihald
200 g möndlur
200 g döðlur
1/4 tsk sal
t

Allt sett í matvinnsluvél og látið blandast vel saman þar til úr er orðið hið besta deig.

hindberjaskyrhrakaka1_s

Ég nota oft möndlur sem er með hýðinu, finnst þær bragðmeiri en þær sem eru án hýðis

Setjið plastfilmu inn í smelluform, látið filmuna ná upp vel upp á hliðar formsins.

hindberjaskyrhrakaka3_s

Þetta plast fer bara út um allt en gerir sitt gagn þegar botninn er komin í formið

Þrýstið svo deigblöndunni vel ofan í formið.

hindberjaskyrhrakaka4_s

Það eru döðlurnar sem halda botninum vel saman, ef þið eruð með þurrar döðlur látið þær liggja í bleyti í um hálftíma áður en þið maukið þær

Næst er að útbúa fyllinguna.

Fylling
1 peli rjómi
500 g hreint skyr
3 msk agave síróp
2 dl ófrosin hindber

Þeytið rjómann, hrærið síðan skyrinu og sírópinu varlega saman við rjómann. Gott er að nota sleikju í þetta verk.

hindberjaskyrhrakaka5_s

Skyrið og sírópið ofan á þeyttum rjómanum, úr þessu verður ótrúlega góð blanda

Hellið nú helmingi rjómaskyrs blöndunnar ofan á botninn. Dreifið vel úr blöndunni.

hindberjaskyrhrakaka6_s

Mjög gott er að eiga við þessa blöndu og auðvelt að dreifa úr henni

Afganginn setjið þið í matvinnsluvélina ásamt ófrosnum hindberjum.

hindberjaskyrhrakaka7_s

Mér þykir svo gaman að taka myndir af matvinnsluvélinni minni sem öskrar á mig þegar ég set hana í gang, Kenwood klikkar ekki

Látið blandast vel saman þar til berin hafa tæst í sundur. Ég á alltaf til frosin hindber sem mér voru gefin af góðri konu sem ræktar hindber hér á landi.

Hindberjarjómablandan fer síðan ofan á hvítu rjómaskyrsblönduna. Kakan er svo sett í frysti.

hindberjaskyrhrakaka8_s

Það var erfitt að setja þessa dýrð í frystinn án þess að smakka en mér tókst það

Takið kökuna úr frysti um tveim tímum áður en á að bera hana fram. Skreytið með berjum eða snjókornum. En þegar ég labbaði með kökuna frá bílnum mínum og niður litlu brekkuna sem ég þarf að ganga niður í vinnuna, þá snjóaði ofan á kökuna.

hindberjaskyrhrakaka10_s

Þarna vorum við byrjuð að njóta 

Hún var frosin og snjókornin skreyttu hana fallega. Ég setti bara eitt hindber ofan á miðja kökuna og það ásamt snjókornunum gerði kökuna mjög fallega.

Verði ykkur að góðu.

hindberjaskyrhrakaka11_s

One thought on “Hindberjaskyrs hrákaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s