Marsípaneplakaka

marsipaneplakaka9_s

Það er svo gaman að fá gesti. Þá tek ég mig oftast til og prófa uppskriftir sem ég er búin að vera að skoða lengi. Þessi uppskrift byggist á því sem er kallað: „dúttl í eldhúsinu“. Það þarf að nostra við þessa köku en ekki of mikið, akkúrat nógu mikið.Þessi kaka er fögur á borði hún er hinn mesti konfektmoli og það er nauðsynlegt að bera hana fram með þeyttum rjóma. Þar sem það er marsípan í kökunni þá mæli ég með að þið frystið afganginn af því. Það rennur alltaf út, en ekkert mál að geyma í frysti.

Það er ekki oft að ég geri svona kökur en ég hafði nógan tíma um morguninn og var ein að dunda mér við að rífa börkinn af appelsínunni, kreysta appelsínuna, rífa niður marsípan já meira var dúttlið ekki við kökuna fyrir utan hin venjulegu efni í köku, egg og sykur, lyftiduft, smjör, hveiti og svo auðvitað eplin. Uppskriftin kemur úr Gestgjafanum, Bestu uppskriftirnar 2013.

Innihaldsefni
110 g smjör
110 g sykur
2 egg
120 g marsípan, rifið gróft niður í rifjárni
150 g hveiti
3 tsk vínsteinslyftiduft, nota það alltaf
Rifinn börkur af lífrænt vottaðri appelsínu og safinn úr appelsínunni
2 lífræn epli, flysjuð og kjarnhreinsuð
Örlítill sykur til að setja ofan á kökuna
3-4 msk möndluflögur

Hitið ofninn í 180°. Gott er að byrja á þessu seinlega. Rífið börkinn af appelsínunni með fínu rifjárni, alls ekki taka þetta hvíta með líka, einungis hinn ysta dökk appelsínugula börk.

marsipaneplakaka1_sLiturinn á berkinum var ótrúlega sterkur, sat lengi á höndunum á mér, þetta rifjárn er frábært fyrir börk, hvítlauk og engifer

Kreystið svo safann úr appelsínunni í glas og geymið þar til komið er að samsetningu kökunnar. Rífið niður marsípanið.

marsipaneplakaka4_sÉg átti til frosið marsípan og lét ég það aðeins þiðna og eftir það var ekkert mál að rífa það niður í rifjárninu

Hrærið nú smjör og sykur saman þar til það er ljóst og kremkennt, sem sagt hræra lengi. Bætið eggjunum út í, hrærið vel saman. Síðan fer marsípanið, hveitið, lyftiduftið, appelsínubörkurinn og appelsínusafinn út í. Hrærið deigið varlega saman með sleikju.

marsipaneplakaka6_sÞað er eitthvað við svona deig myndir sem ég elska, rétt fyrir samsetningu efnanna allra

Setjið smjörpappír í smelluform sem er um það bil með 24-26 cm breitt. Jafnið deiginu í formið. Raðið eplunum ofan á, þrýstið þeim vel ofan í deigið.

marsipaneplakaka8_sÞað er hægt að leika sér endalaust með eplin, setjið endilega fleiri epli en tvö ef ykkur langar til, kakan ber það alveg

Dreifið smá sykri yfir og möndluflögunum að lokum. Bakið í miðjum ofni í 35-40 mín.

Verði ykkur að góðu.

marsipaneplakaka10_s

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s