Fíflalaufasalat

fiflalaufasalat1_s

Þetta fíflalaufasalat er alltaf í Brennholti á vorin. Fíflalauf er bara hægt að borða áður en að fífillinn blómstrar, eftir að hann blómstrar þá verða laufin mjög beisk á bragðið. Þetta er ótrúlega hollt og gott salat. Drífið ykkur út strax í dag og finnið ykkur lauf í salat.

Fíflalauf eru mjög næringarrík, þau eru auðug af vítamínunum: A,C,D og B. Fíflalauf innihalda einnig járn, magnesíum, sink, mangan, kopar, kólín, kalk, boron en einna mest af kalíum. Þau hafa vökvalosandi áhrif og hafa því reynst þeim vel sem þjást af bjúg. Laufin eru góð til vatnslosunar þar sem þau bæta upp þau steinefni sérstaklega kalíum sem tapast með aukinni vatnslosun.

Ítalska amma húskarlsins míns útbjó alltaf svona salat fyrir sína fjölskyldu og þar lærði húskarlinn listina og færði búkonunni mér að gjöf í eldhúsréttina okkar.

Aðferð

Tínið ágætlega mikið af laufum eins og passa í salatskálina ykkar. Skolið vel og tínið úr aðrar jurtir sem hafa slæðst með. Setjið í salatskálina, hellið um 2 msk af extra ólívolíu yfir, smá rauðvíns-eða hvítvínsediki og klípu af sjávarsalti yfir. Blandið vel saman og berið á borð. Þar sem þetta er mjög gott salat þá skal bera meira á borð af því en venjulega er gert með salöt, því ég skal lofa ykkur því að það verður barist um salatskálina.

Heilt himnaríki að borða.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s