Eplakaka með salthnetum og súkkulaði

Sumarið er komið og þá er gaman að borða góðar kökur úti í sólinni. Það er ekkert mál að fjórfalda uppskriftina og skella henni í skúffuna þegar bjóða á mörgum í köku. Eplakökur kalla ávallt á þeyttan rjóma eða ís og auðvitað góða gesti.

eplakakasalthnetur5_s

Þessi kaka passar í hópinn: fljótleg, einföld og góð. Ég hef átt þessa uppskrift lengi í fyrstu uppskriftarbókinni minni. En fyrsta uppskriftarbókin er lítil brún mappa sem inniheldur alls kyns handskrifaðar uppskriftir. Ég setti allar uppskriftirnar í plast þannig að nú er bara plastið klístrað en ekki blöðin. Ég var að finna uppskriftina aftur eftir nokkura ára gleymsku og varð að prófa hana aftur, kakan stóð undir væntingum og kláraðist.

Það má alveg sleppa salthnetunum og súkkulaðibitunum eða setja eitthvað í staðinn. Þetta er þannig kaka, það má leika sér.

En hjá mér kemur það ekki til mála, hið fullkomna hjónaband salthnetu og súkkulaðis fær að haldast í minni eplaköku.

Innihald
Deig
125 g hveiti
125 g sykur
125 g mjúkt smjör

Fylling
5 epli
1/2 bolli salthnetur
1/2 bolli smátt saxað suðusúkkulaði
3-5 msk kanilsykur

Blandið því saman sem á að fara í deigið. Gott er að hafa smjörið mjúkt því þá er auðvelt að gera deigið ágætlega gróft. Ég blandaði þessu saman með höndunum, en deigið er mulið yfir fyllinguna.

eplakakasalthnetur1_s

Það er gaman að kreysta smjörið saman við deigið, sérstaklega þegar það sprautast á milli fingranna.

Flysið eplin, kjarnhreinsið og skerið niður. Setjið í smurt eldfast mót.

eplakakasalthnetur2_s

Ég nota sem mest af lífrænt vottuðum vörum í minn bakstur og matargerð, hér voru notuð lífrænt vottuð epli, þau er sérstaklega bragðgóð.

Stráið nú kanilsykri yfir eplin og dreifið súkkulaðinu og salthnetunum einnig yfir þau.

eplakakasalthnetur3_s

Allt að koma saman, bara eftir að mylja deigið yfir

Að lokum er deigið mulið yfir þetta. Bakist í 30-45 mín við 175°C eða þar til orðið ljósbrúnt ofan á og allt sést bubbla vel í mótinu.

eplakakasalthnetur4_s

Kakan nýkomin inn í ofninn

Berið fram með rjóma eða ís.

Verði ykkur að góðu.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s