Tómatar með basil, lauk og ólífuolíu

tomatarogbasil1_s

Þetta er réttur sem ég bý oft til þegar okkar guðdómlegu tómatar fylla heita gróðurhúsið okkar. Þetta er varla uppskrift en þannig eru bestu réttirnir, þeir eiga sér varla uppskrift. Kanarnir sem borðuðu með okkur áttu ekki til orð yfir bragðgæðum tómatanna. 

Tómatarnir sem voru notaðir í þennan rétt flokkast undir svokallaða „heirloom“ tómata sem myndi vera ættardjásn á íslensku. Sem þýðir að þeir og fræ þeirra hafa gengið kynslóð fram af kynslóð, t.d. ræktaðir einungis af einum ættboga á einhverju afmörkuðu svæði. Fræ var tekið að hausti og síðan plantað að vori, heilög hringrás sem ekki var raskað og hver kynslóðin tók við af annarri að varðveita djásnið.

tomatarogbasil2_s

Þessi eintök sem flokkast undir ættardjásn eru einstök afbrigði sem gaman er að rækta en enn þá skemmtilegra að borða.

Það eru heilmikil fræði og pólitík sem tengjast fræjum og ég hvet ykkur til að skoða fræ síðuna hjá Seed Savers Exchange og kaupa af þeim fræ fyrir næsta árs uppskeru.

Aðferð og innihald

Veljið fallega og kjötmikla tómata, helst lífrænt vottaða því þeir eru svo bragðgóðir. Skerið þá í fallegar sneiðar og leggið á disk.

tomatarogbasil5_s

Dreifið smá sjávarsalti yfir tómatana og hellið nokkrum fallegum dropum af ólífuolíu yfir hvern tómat.

tomatarogbasil6_s

Skerið næst lauk í smáa bita, oft er hálfur laukur alveg nóg og dreifið yfir.

Að lokum er fersku basil sem er gróft rifið dreift yfir tómatana. Basil, tómatar og ólífuolía ásamt salti búa öll saman til bragð sem aldrei gleymist.

tomatarogbasil7_s

Berið fram með salati og kannski böku eða nýbökuðu brauði.

tomatarogbasil8_s

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s