Pavlova eftirréttur guðanna

pavlova7_s

Ég er viss um að guðirnir borði Pavlovu í sínum bestu veislum því Pavlova er hinn fullkomni eftirréttur: auðveldur, bragðgóður, fallegur, léttur í maga og unaðslega bragðgóður. Þetta er ekki marengs þótt margir haldi það. Ég hef átt þessa uppskrift lengi handskrifaða á einhverri kvittana nótu. Það var svo í sumar sem ég ákvað að baka svona botn og bera á borð bara til tilbreytingar. Ég vissi ekki hvert veislugestirnir ætluðu og fattaði það ekki fyrr en ég fékk mér sjálf bita. Vá!!!!

Að setja upp í sig bitann var eins og að borða bragðgott ský ef það er hægt að borða ský. Sneiðin var bragðgóð og létt í sér, áferðin smá hörð að utan og ótrúlega mjúk að innan.

Allir halda að þið hafið verið dag og nótt við að setja þessa dásemd saman, en þannig er það ekki. Pavlova er gleðgjafi bragðlaukanna.

Innihald
4 eggjahvítur
200 g sykur
1/2 tsk kartöflumjöl
1 tsk mataredik

Þeytið fyrst eggjahvíturnar þar til þær eru orðnar vel stífar.

pavlova2_s

Setjið þá sykurinn út í og þeytið þar til blandan er orðin mjög stíf. Þá er kartöflumjölið og edikið sett út í og hrært hægt og rólega saman með sleikju.

pavlova4_s

Hérna er búið að þeyta eggjahvíturnar saman við sykurinn, edik og kartöflumjöl er ofan á og eftir er að að hræra því rólega saman við blönduna

Teiknið nú hring sem er um það bil 23-24 cm í þvermál á bökunarpappír, snúið pappírnum að plötunni sem búið er að teikna hringinn á, því ekki viljið þið fá blýant eða penna í kökuna ykkar.

pavlova1_s

Setjið nú blönduna ofan á hringinn, dreifið vel úr.

pavlova6_s

Bakið nú Pavlovuna í 1 klst og 15 mín við 130° C. Þegar bökunartíminn er liðinn skuluð þið slökkva á ofninum en geyma kökuna í ofninum þar til ofninn er orðin kaldur. Hún getur verið smá föst á smjörpappírnum en örvæntið ekki. Allt hefst með þolinmæðinni, hægt og rólega setjið þið undir kökuna hníf eða mjög þunnan spaða sem losar hana örugglega af smjörpappírnum.

Kakan mun aðeins springa við þessar aðfarir en rjóminn mun laga það. Best er að setja kökuna á algjörlega flatan disk, það er auðveldast þegar þarf að setja hana af pappír yfir á disk.

Ef það á að bera kökuna fram samdægurs þá er má ekki setja rjómann og aðrar skreytingar ofan á kökuna fyrr en hún er orðin köld. Gott er að gera þetta nokkrum tímum áður en kakan skal borin á borð, geymið hana í kæli eftir skreytingu.

Vanillurjómi
2 1/2 dl rjómi
1 tsk sykur
1 tsk vanilludropar

Allt þeytt saman og sett ofan á botninn. Síðan getið þið notað hvaða ber sem þið viljið en jarðarber passa mjög vel. Bræðið smá súkkulaði yfir vatnsbaði og dreifið því rólega yfir kökuna með teskeið.

Verði ykkur að góðu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s