Ég hef ekkert sett hér inn lengi vegna þess að ég hef verið að taka heilsuna í gegn. Þann 1. janúar á þessu ári, 2015, tók ég út allan sykur, allar mjólkurvörur, glúten og allt hveiti. En hvað borða ég þá?!! Þetta var heldur betur bylting og nú eru allar sætu kökurnar farnar úr mínu lífi ásamt fleirum girinilegum réttum. En í staðin hef ég uppgötvað ný hráefni, nýtt bragð og nýjar leiðir til að elda og baka, sem ég mun brátt deila með ykkur lesendur góðir. Kannski missi ég einhver ykkar sem lesendur en ég mun halda mig við þetta matarræði svo lengi sem mér líður svona vel af því.
Hið nýja matarræði hefur hresst mig á allan máta og plús það hurfu 12 kg, sem ég veit ekki hvar ég var að burðast með, en ég sakna þeirra alls ekki.
Eitt sem ég ætla að deila með ykkur í þessari færslu er að sítróna á dag kemur sko aldeilis heilsunni í lag.
Kreystið hálfa sítrónu, hellið í bolla og hellið ylvolgu vatni yfir, ásamt 1 msk af extra virgin ólívu olíu, helst lífrænnni þær eru svo miklu betri á bragðið og hollari. Drekkið fyrst á morgnanna og einnig á kvöldin eftir kvöldmatinn.
Njótið dagsins og verði ykkur að góðu.