Franskt matarboð

Var með lítið matarboð fyrir vinkonurnar og valdi franskt þema. Boðið var upp á oeufs majones í forrétt, franska lauksúpu í aðalrétt og franskar Madaleines í eftirrétt. Fallegt, einfalt og gott.
Einn sá besti forréttur sem ég veit um eru harðsoðin egg með heimagerðu majónesi, sem borin eru fram með stökkum salatblöðum og bragðmiklum kirsjuberja tómötum.

IMG_8397Slær alltaf í gegn vegna þess að oeufs majo eru létt í maga, auka matarlist og eru himnesk á bragðið. Þegar ég bar þetta fram í vinkonu boðinu, æpti ein vinkonan mín: „og heimagert majones, það hef ég aldrei smakkað!“ Ef þið eigið hrærivél eða handþeytara þá getið þið búið til majónes, og það allra besta majónes sem þið hafið smakkað. Passið að borða það helst allt samdægurs, þar sem það er búið til úr hráum eggjum.

Mayones innihald
1 egg
1/2 tsk salt
2 tsk sítrónusafi
1/4 tsk Dijon sinnep
180 ml matarolía, bragðlaus
1 msk smátt saxaður laukur

Aðferð
Brjótið eitt egg í skál, ásamt salti, sítrónusafa og 1/4 tsk Dijon sinnep. Notið handþeytara eða hrærivél og hafið á miðlungshraða. Hellið síðan matarolíunni rólega ofan í skálina. Majónesið fer hægt og rólega að þykkna, bætið nú smátt söxuðum lauknum út í. Hærið þar til vel þykkt. Smakkið það til, það má alveg bæta meira Didjon sinnepi út í ef ykkur finnst vanta bragð. Geymið í kæli áður en borið fram.

Til að bera fram með réttinum
Harðsoðin egg
Stökk salatblöð
Graslaukur smátt saxaður

Ég er mest fyrir að setja bara myndir af mat á bloggið en skelli þessari inn á bloggið því kokkurinn er að farast úr spenningi yfir því að gleðja matarboðsgesti með óvæntum glaðningi, ég elska mat.

30689325_10156396398372009_2767835826447450112_n

Harðsjóðið egg, það tekur um það bil tíu mínútur, takið til stökk salatblöð og saxið gaslauk. Ég bar þetta þannig fram að hver og einn gat búið til sinn disk. Eitt egg skorið til helminga, nokkur salatblöð, smá af majónesi eða mikið og dreifa graslauk yfir það. Sumir vilja setja svartan pipar, allt eftir smekk hvers og eins.

30657115_10156396398277009_6400375915360026624_nNæst var borin á borð frönsk lauksúpa sem mætti segja að hægt væri að búa til í mörg þúsund afbrigðum og allir telja sig eiga þá bestu og einu réttu. Ég hef prófað nokkrar í Frakklandi og allar voru þær dásamlegar. Síðan prófaði ég að búa til einfalda gerð sem virkaði svona vel. Uppskriftin kemur frá Sigga Hall.

IMG_8399

Frönsk lauksúpa, innihald
6 laukar skornir í fínar sneiðar
2 msk ólívíuolía
1 tsk estragon/fáfnisgras
1 tsk basilika
1/2 tsk salvía
1/2 tsk marjoram
1 L kjúklinga-eða nautakjötssoð, grænmetissoð fyrir grænkera og grænmetisætur
1/2 dl Púrtvín, púrtvínið gerir súpuna geggjaða.

Aðferð
Hellið olíu í djúpan pott, steikið laukinn varlega þar til hann brúnast, hellið soðinu yfir og látið malla rólega í 10 mínútur.

IMG_8377

IMG_8380Bætið kryddblöndunni út í, rétt áður en súpan er borin fram skellið þið púrtvíninu út í. Ég bjó til glóðabrauð til að setja ofan á súpuna með góðum osti.

IMG_8390

Smurði sneiðar af snittubrauði með osti og smjöri og lét í ofninn þar sem það glóðaðist. Síðan valdi fólk hvað það vildi setja margar sneiðar ofan á súpuna sína.

Eftirréttinn var erfitt að velja því Frakkar eru snillingar í eftirréttum. Mig langaði að búa til Tarte tatin, Baba au Rum, franska súkkulaðiköku, súkkulaði mousse en ég ákvað að hafa Madaleines, vegna þess að ég á Madeleine form sem ég hef aldrei notað og ég hef aldrei prófað að baka þær og ekki hafði ég heldur smakkað þær. Alltaf áhætta þegar haldið er matarboð að prófa nýja uppskrift mæli ekki með því en Madaleines tókust með afbrigðum vel. Ég bakaði þær um einni klukkustund áður en gestirnir komu en næst mun ég baka þær rétt áður en á að borða þær, því þær eru bestar volgar með dásamlegum kaffibolla eða tebolla.

30656661_10156396398412009_3173856741548883968_n

Madeleines,innihald
3 egg
90g sykur
155g lífrænt hveiti
100 g brætt smjör
1 tsk lyftiduft, notaði vínsteinslyftiduft, ekki ál í því
Smátt rifinn börkur af einni lífrænni sítrónu og einni lífrænni appelsínu, gott að nota rifjárn sem getur rifið mjög smátt

Aðferð
Hitið ofninn í 200 gráður á celsíus.

IMG_8389

Smyrjið Madeleins forminn vel með mjúku smjöri, passið að smjörið fari í allt formið annars festast kökurnar í því.

IMG_8388

Þeytið eggin og sykurinn vel saman þar til úr verður þykk blanda. Hrærið hveitið varlega út í blönduna með sleif ásamt lyftiduftinu, að lokum hellið þið bræddu smjörinu út í ásamt smátt rifnum berki af sítrónu og appelsínu.

IMG_8392

Setjið deigið ofan í formið með skeið og hafið smá pláss þannig að þær geti risið vel. Bakið í um það bil 12 mínútur eða þar til fallega gullnar á hliðunum.

IMG_8396

Skellið forminu á borðið nokkrum sinnum þá ættu kökurnar að losna vel úr því.

IMG_8395

Berið fram með kaffi og te.

Verði ykkur að góðu, set inn eina fágæta mynd af mér að gera það sem ég elska að gera, taka myndir af mat. Þakka Iðunni Vignisdóttur fyrir myndatökuna.

30656930_10156396398232009_7598745342258970624_n

Uppskriftirnar voru fengnar úr þessum bókum:
Oeufs majo: My Paris Kitchen, David Lebowitz
Frönsk lauksúpa: Að hætti Sigga Hall. Sigurður L. Hall
Madeleins: A little taste of France. Maria Villegas og Sarah Randell

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s