Hvítlaukur

Hvítlaukur sem þú ræktar toppar ekki neitt, hann er einfaldlega himneskur í matargerð. Bragðmikill, safaríkur og þú veist einnig hvernig hann var ræktaður. Hvítlauk þarf að setja niður á haustin.Hann er haustlaukur sem þarf að fá að frjósa áður en hann vaknar. Að rækta sitt eigið grænmeti er það sem allir ættu að reyna að stefna að.

Hvítlaukur er afar auðveldur í ræktun. Hann er t.d. hægt að rækta í pottum úti á svölum eða í beði úti í garði. Eina sem hann krefst er næringarríkur jarðvegur, frost, sól og vatn. Kannski eins og við manneskjurnar ?

Kaupið stóra lauka sem helst eru lífrænt vottaðir. Ekki nota einhverja lauka, best er að vanda til verksins því þá fáið þið bestu uppskeruna. Við fengum lauka frá Garðyrkjufélagi Íslands, þar er hægt að panta lauka síðsumars. Reynið að nálgast lauka í gegn um garðyrkjufélög eða kippið með ykkur nokkrum laukum þegar þið farið erlendis og eruð á bændamörkuðum eða kaupið lífrænt vottaða lauka.

IMG_8748

Undirbúið moldina þannig að í henni sé góður áburður eins og kindaskítur. Gott er að miða við að setja laukinn niður í september áður en allt frýs. Útbúnar eru raðir eins og sjást á myndinni fyrir ofan, en um 8 cm djúpar holur ef sett er út í potta. Takið svo laukana í sundur í einstök rif og stingið rassinum niður í moldina þannig að toppurinn snúi upp. Rassinn er flati parturinn á hvítlauksgeiranum. Svo er moldin rökuð yfi og náttúran sér um afganginn. Næsta vor sjáið þið grösin kíkja upp og í lok ágúst er hægt að taka upp besta hvítlauk sem þið hafið smakkað.

IMG_8749

Mikilvægt er að skrá hjá sér nafn lauksins og hvar þið fenguð hann, því gaman er að geta sagt frá uppruna þess góða hráefnis sem þið eruð að nota. Laukarnir sem við erum núna að rækta heita: Thermidrome, Sabagold og Germidour, þeir koma frá Svíþjóð og ættu að henta við ræktun á Íslandi.

IMG_8752

Undir þessarri mold vex gull sem ég get ekki beðið eftir að borða, og þetta eru engar gullflögur, heldur alvöru matargull. Allir sem elda vita að gott hráefni skiptir öllu máli og þið eigið aldrei eftir að kaupa aftur hvítlauk eftir að hafa prófað að rækta ykkar eigin. Eitt það auðveldasta og besta sem hægt er að rækta. Hænurnar Pönkí og Rósa voru einstaklega áhugasamar um hvað væri að fara ofan í jörðina og hvort þær gætu ekki étið það. Þess vegna er ramlega girt í kring um beðið. En áður var ég búin að hafa það opið og þær búnar að róta í beðinu og laga það heilmikið.

IMG_8744

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s