Filed under Álegg og meðlæti

Kimchi

Kimchi

Kimchi er þjóðarréttur Kóreu. Kimchi er mjólkursýrt kínakál með alls konar kryddum, en megin kryddið er ávallt chillí og fiskisósa. Aðferðin við að búa til Kimchi er kölluð að mjólkursýra grænmeti, en samt kemur engin mjólk hér við sögu eða sýra.

Fíflasíróp

Fíflasíróp

Eitt það allra besta út á pönnukökurnar, vöfflurnar eða ísinn er fíflasíróp. Heill her af fólki hatast við þessa plöntu og eyðir peningum, tíma og fáranlegum eiturefnum á eina af okkar sterkustu lækningajurtum sem einnig er stórkostleg planta þegar kemur að matargerð.

Súrar gúrkur

Súrar gúrkur

Í sumar hefur verið eldað mikið og einnig bakað en ekki bloggað, en ég hef dáðst af öðrum matarbloggum. Ræktunin er mjög spennandi í ár. Inni- og útiræktun á tómötum, fjólubláar gulrætur og kartöflur, fagurt salat, kryddjurtir og gúrkur. 

Lambakæfa

Lambakæfa

Ég fór norður til foreldra minna í vetrarfríinu í skólanum. Þar sem ég er gamaldags búkona þá nýtti ég tímann og bjó til kæfu með móður minni. Hún er meistari í að búa til kæfu. Við fengum heil fimm kíló af afburða góðri lambakæfu, sem við skiptum á milli okkar.