Filed under Brauð

Föstudagsins langa bollur

Föstudagsins langa bollur

Þegar við flytjum að heiman og búum til okkar eigin heimili reynum við að útbúa matinn sem við ólumst upp við og einnig er nýjum uppskriftum bætt við í sarpinn. Föstudagins langa bollur eru t.d. hefð sem ég er að búa til á mínu heimili.

Laufabrauðs útskurður

Laufabrauðs útskurður

Það er hefð á mínu gamla heimili fyrir norðan á Blönduósi að búa til laufabrauð fyrir jólin. Það er ómissandi sem meðlæti með hangikjötinu um jólin. Hér á eftir koma nokkrar myndir af útskurðinum. 

Lúsíubrauð

Lúsíubrauð

Ég bauð til Lúsíuveislu þann 13. þar sem Lúsíubrauð lék aðal hlutverkið. Einnig bauð ég upp á heitt súkkulaði með rjóma, óáfenga jólaglögg, osta og alls kyns heimagerðar sultur. Síðan mættu kátir gestir sem fengu að njóta veitinganna með okkur. Fullkomin dagur.

Brauð í fötu

Brauð í fötu

Þetta er franskbrauð eins og þau gerast best. Brauðið heitir fötubrauð vegna þess að deigið er hægt að geyma í fötu inn í ísskáp í allt að 10- 12 daga. Svo er hægt að taka klípu af því til að nota í brauð eða pizzubotn. Brauðið er einstaklega stökkt og bragðgott.

Fléttubrauð

Fléttubrauð

Þetta er fyrsta brauðið sem ég lærði að baka. Myndin af því var svo falleg í uppskriftarbókinni hennar mömmu að ég ákvað að reyna við þetta fagra brauð og ég hætti ekki fyrr en brauðið mitt varð fallegra en það sem er í bókinni. 

Brauðið sem þarf ekki að hnoða

Brauðið sem þarf ekki að hnoða

Eftir að ég fór að baka þetta brauð  þá hefur varla verið keypt brauð inn á heimilið. Þetta brauð er einfallt, hollt, bragðgott og ódýrt. Öll heimili ættu að baka sín brauð vegna þess að það er svo gaman og þú færð varla betra eða hollara brauð en það sem þú bakar.