Filed under Eftirréttir

Pavlova eftirréttur guðanna

Pavlova eftirréttur guðanna

Ég er viss um að guðirnir borði Pavlovu í sínum bestu veislum því Pavlova er hinn fullkomni eftirréttur: auðveldur, bragðgóður, fallegur, léttur í maga og unaðslega bragðgóður. Þetta er ekki marengs þótt margir haldi það. 

Jólaísinn þeirra ömmu og mömmu

Jólaísinn þeirra ömmu og mömmu

Heimagerður ís er eitt það besta sem hægt er að hafa í eftirrétt á jólunum. Þessi uppskrift er búin að vera lengi í fjölskyldunni. Amma mín Steinunn Gísladóttir lærði að gera hann þegar hún var vinnukona í vist á Laufásveginum árið 1947. Ísinn er himneskur og yndislega einfaldur.

Sítrónukaka

Sítrónukaka

Ef ykkur vantar góða og einfalda köku í eftirrétt eða með kaffinu þá er þetta kakan. Hún er himnaríki því hún er svo góð. Fullkomin biti með te eða kaffi. 

Hindberja gleði

Hindberja gleði

Þessi eftirréttur svíkur engan, ferskleikinn í fyrirrúmi. Ég var um það bil fimm mínútur að búa þennan rétt til, og ég ætlaði ekki að trúa því hvað þetta leit fagmannlega út komið í glösin á leið í kælinn.

Bláberja ís

Bláberja ís

Bláber eru eitt það hollasta sem hægt er að borða og þau er hægt að nota í svo margt. Eins og t.d. í heimagerðan ís. Ég smakkaði þennan ís hjá henni Steinunni Bergsteinsdóttur. Hún sýndi mér hvernig á að búa til bláberja ís og ég hef sjaldan smakkað aðra eins dýrð.

Sörur

Sörur

Ég smakkaði Sörur fyrst í Borgarleikhúsinu líklega árið 1993 og ég man að ein lítil Sara kostaði þá um 300 kr. Fyrir mér voru Sörur mjög flókið og erfitt fyrirbæri að eiga við þar til þessa uppskrift rak á mínar fjörur. 

Bláberjabaka

Bláberjabaka

Frystikistan okkar er full af bláberjum sem eru notuð óspart í bakstur, sultugerð og beint út í hafragrautinn. Góður vinur okkar kom með sjóbirting til að hafa í kvöldmatinn og ég bakaði bláberjaböku eins og þær gerast bestar úti í Ameríku. Það verður alltaf að vera eftirréttur eftir góða máltíð.

Möndlukaka

Möndlukaka

Þegar við erum með matarboð þá búum við venjulega til eitthvað sem við höfum búið til áður. Því stundum tekst ekki alveg eins vel til og ætlað var og þá eru góð ráð dýr. En braut út af þessari reglu í dag. Bökuð var í fyrsta skipti möndlukaka sem var dásamlega góð.

Peru clafoutis

Peru clafoutis

Eftirréttur með frönsku eftirnafni getur ekki verið annað en góður réttur.  En clafouti er réttur sem inniheldur ávexti sem eru settir á botninn á eldföstumóti, síðan er fallegu deigi sem inniheldur m.a. rjóma hellt yfir og allt látið bakast. Ávextirnir fljóta upp og til verður ómótstæðilegur réttur.

Berjaréttur

Berjaréttur

Þetta er ferskur og hressandi eftirréttur.  Ekki spilla berin fyrir en ég notaði, heimaræktuð frosin jarðarber, frosin bláber tínd af mér úr Ísafjarðardjúpi og heimaræktuð frosin hindber og svo setur rjóminn eða ísinn punkinn yfir i-ið. Uppskriftin kemur úr bókinni, Bragð í baráttunni, matur sem vinnur gegn krabbameini, eftir Richard Béliveau og Denis Gingras.