Filed under Fiskréttir

Saltfiskgratín

Saltfiskgratín

Páskafríið er að nýtast vel til þess að vinna upp hin ýmsu verk hér í sveitinni og ég hef tíma til að elda og blogga um það strax á eftir. Vaknaði snemma til að útbúa þennan rétt sem síðan var skellt í ofninn strax eftir vinnu við að smíða hænsnakofann.

Sælkera saltfiskur með tómötum og ólífum

Sælkera saltfiskur með tómötum og ólífum

Saltfiskur er hráefni sem ég hef mikinn áhuga á ásamt súpum.  Er búin að finna nokkrar uppskriftir sem ég verð að prófa og í dag prófaði ég þessa uppskrift þar sem tómatar og laukar spila stórt hlutverk. Það verður að segjast að þessi réttur kom á óvart með bragðgæðum og einfaldleika.

Ofnbakaður urriði

Ofnbakaður urriði

Á dögunum kom vinur okkar í heimsókn með stóran urriða sem við elduðum saman. Fiskurinn var fagur að sjá og þar sem náttúran er við eldhúsdyrnar hjá okkur var náð í hvönn, skessujurt og brokkólí lauf út í garð til að vefja utan um hinn fagra fisk. Tómata var síðan náð í út í gróðurhús.

Portúgalskur saltfiskréttur

Portúgalskur saltfiskréttur

Saltfiskur er spennandi efni til að vinna með í eldhúsinu. Hann hefur upp á svo marga möguleika að bjóða að það er erfitt að velja á milli uppskrifta. Hér hafið þið góða uppskrift af saltfisks ofnrétti. Það er ekkert vesen hér með að útvatna fiskinn þannig að ekki halda að þetta sé flókið.