Filed under Garðyrkja

Hvítlaukur

Hvítlaukur

Hvítlaukur sem þú ræktar toppar ekki neitt, hann er einfaldlega himneskur í matargerð. Bragðmikill, safaríkur og þú veist einnig hvernig hann var ræktaður. Hvítlauk þarf að setja niður á haustin.

Að rækta sér til gleði og matar

Að rækta sér til gleði og matar

Skipulagið á sáningunni minni er ekki í topp klassa en ég reyni. Sniðugt er að gera miða úr skyrdósum til að stinga ofan í sáningar bakkana. Garðyrkjupokinn minn er saumaður úr plastpokum, ein besta gjöf sem ég hef fengið, frá Röggu vinkonu.

Alls kyns frá móður jörð

Alls kyns frá móður jörð

Þessir fögru tómatar vaxa í gróðurhúsinu okkar. Húskarlinn er sérfróður um nöfn þeirra og bragðgæði. Ég gúffa þeim bara í mig og nöfnin þeysast um hausinn á mér. Hvern laugardag eru þeir seldir á sveitamarkaðinum í Mosfellsdal hjá Mosskógum, frá kl 11:00 til 16:00 ef þeir eru ekki uppseldir þá.

Vínrabarbari er góð búbót

Vínrabarbari er góð búbót

Eftir heimsókn á Strandir til vina og kunningja kom ég heim með sex hnausa af vínrabarbara, það þótti mér fengur hinn meiri.  Ég er snobbhænsn þegar kemur að rabarbara. Ég vil hafa þá rauða ekki græna og súra.

Vorplönturnar vakna

Vorplönturnar vakna

Graslaukurinn (Allium schoenoprasum) minn er svo fallegur á litinn að hann æpir á mig um að ég noti hann í hina ýmsu rétti.  Sólin skein bjart um helgina og jurtirnar sem eru að vakna fengu auka kraft og ég er ekki frá því að mannfólkið hafi einnig fengið einhvern skammt af þessum krafti.

Allt að gerast

Allt að gerast

Ég og húskarlinn erum búin að skoða fræ bæklinga síðan í janúar. Við ræðum út og suður hvað væri gaman að rækta og hvernig. Við erum forfallnir ræktendur og allt sem við ræktum er frá fræjum sem eru vottuð lífræn og eru ekki erfðabreytt . Hér sjáið þið gúrku og zucchini plöntur.