Svartbauna borgarar eru mjög góðir og hollir grænmetis borgarar, það er hægt að hafa þá fyrir grænkera (vegan) með því að sleppa egginu og setja chia hlaup í staðin.
Filed under Grænmetisréttir …
Kjúklingabauna karrý/ Chana masala
Indverskur matur er alltaf númer eitt hjá mér og mínum. Þá eru það ekki sósur úr krukkum, heldur er úrvals hráefni eldað með indverskum kryddum. Sósur úr krukkum gefa ekki „rétta“ bragðið sem ég sækist eftir, en sósurnar sem þið gerið frá grunni eru svo miklu bragðmeiri og bragðbetri. Einnig vitið þið þá nákvæmlega hvað er … Lesa meira
Tómatar með basil, lauk og ólífuolíu
Þetta er réttur sem ég bý oft til þegar okkar guðdómlegu tómatar fylla heita gróðurhúsið okkar. Þetta er varla uppskrift en þannig eru bestu réttirnir, þeir eiga sér varla uppskrift. Kanarnir sem borðuðu með okkur áttu ekki til orð yfir bragðgæðum tómatanna.
Fíflalaufasalat
Þetta fíflalaufasalat er alltaf í Brennholti á vorin. Fíflalauf er bara hægt að borða áður en að fífillinn blómstrar, eftir að hann blómstrar þá verða laufin mjög beisk á bragðið. Þetta er ótrúlega hollt og gott salat. Drífið ykkur út strax í dag og finnið ykkur lauf í salat.
Eggaldin með parmesan og tómötum
Oft er það þannig að bestu uppskriftirnar eru beint fyrir framan mann í blaðinu eða hjá vinum og vinkonum. Eitthvað sem oft hefur verið eldað og betrum bætt. Þannig er það með þennan góða rétt sem ég rakst á í Fréttablaðinu þann 30. des 2013, þar sem ég sat á kaffistofu ónefnds banka.
Súrar gúrkur
Í sumar hefur verið eldað mikið og einnig bakað en ekki bloggað, en ég hef dáðst af öðrum matarbloggum. Ræktunin er mjög spennandi í ár. Inni- og útiræktun á tómötum, fjólubláar gulrætur og kartöflur, fagurt salat, kryddjurtir og gúrkur.
Grænmetis lasagna
Hollustan er í fyrirrúmi hjá mér núna. Fann þessa hollu og bragðgóðu uppskrift í Fréttatímanum helgina 2.-3. febrúar 2013. Eigandi grænmetisstaðarins Culina hún Dóra Svavarsdóttir gaf uppskriftina, en ég breytti henni lítillega.
Grænmetis chillí
Ég hef lengi verið mikill aðdáandi chillís og þetta fannst mér sérstaklega spennandi og gott chillí þar sem notað er bulgur heilhveitikorn í stað hakks. Þetta er frábær réttur til að bjóða upp á ef von er á mörgum í mat þar sem uppskriftin er mjög stór.
Aspas fritatta
Fritatta er réttur þar sem grunnurinn er egg og síðan er bætt út í grænmeti eða kjöti. Það er mikið að gera hjá búkonunni og þá eldar hún oftast eitthvað sem er einfallt og hollt. Einnig reyni ég að nota sem mest úr garðinum eða gróðurhúsinu sem er að fyllast af yndislegum tómötum.
Indversk egg
Ég bý stundum til þennan rétt þegar það vantar eitthvað heitt og létt að borða og lítill tími er til stefnu. Eina sem þarf að eiga eru: tómatar í dós, egg, laukur, hvítlaukur ásamt kryddunum, kummin (cummin) og túrmerik.