Filed under Kjötréttir

Lambaskankar með kardimommum og kanilstöngum

Lambaskankar með kardimommum og kanilstöngum

Indverskir réttir eiga hug minn allan núna. Það bregst ekki að þegar ég finn uppskrift í bókinni hennar Madhur Jaffrey þá er útkoman mögnuð. Kannski vegna þess að spennan og gleðin sem ég upplifi við gerð matarins smýgur inn í réttina ásamt kryddunum.

Indverskur karrý lambakjötsréttur

Indverskur karrý lambakjötsréttur

Ég hef verið að æfa mig í indverskri matargerð, en indverskur matur er minn uppáhaldsmatur. Íslenska lambakjötið passar einkar vel fyrir indverska matargerð og ekki skemmir það fyrir að við eigum nóg af öndvegis lambakjöti.  

Smalabaka

Smalabaka

Þetta er enskur réttur sem oft er hægt að kaupa á krám í Englandi eða Skotlandi. Þessi smalabaka (Shepards Pie) er einhver girnilegasti pöbba matur sem ég hef borðað en ég hef aldrei búið þennan rétt til áður, fyrr en nú. 

Lasagna

Lasagna

Það eru nokkrar uppskriftir sem kokkur verður að eiga í farteskinu og ein af þeim er uppskrift af lasagna. Ég var eitt sinn snillingur í að gera lasagna en svo týndi ég þeirri snilld á endalausum flækingi. En uppskriftin hefur fundist og ég er farin að rifja upp forna takta við lasagna gerð.

Kreólakjötbollur

Kreólakjötbollur

Ég elska að búa til kjötbollur það er eitthvað róandi við það að hnoða hverja bollu. Í kuldakastinu sem nú gengur yfir landið er gott að fá sér kjöt og ekki er verra ef það er ananas í tómatsósunni sem læðir ferskleikanum inn í skemmtilegann kjötrétt

Baskneskur kjúklingaréttur

Baskneskur kjúklingaréttur

Baskar eiga merkilega menningu, sögu og tungumál. Einnig eru þeir þekktir fyrir framúrskarandi eldamennsku. Ég tók upp á því að elda þennan baskneska kjúklingarétt til að gleyma mér aðeins og hverfa ofan í pottana. Það að elda eða baka er athöfn sem lætur mér líða vel.

Pakistanskar kótilettur

Pakistanskar kótilettur

Lambakótilettur að pakistönskum sið voru sunnudagssteikin í dag, alveg fáranlega bragðgóður réttur og kótiletturnar fá að njóta sín. Ég hef alltaf haldið upp á indverskan mat og ekki er pakistanskur síðri. Madhur Jaffrey er svo sannarlega frábær kokkur og þessi uppskrift leyndist í einni af bókunum hennar, At home with Madhur Jaffrey.