Filed under Kökur

Eplakaka með salthnetum og súkkulaði

Eplakaka með salthnetum og súkkulaði

Sumarið er komið og þá er gaman að borða góðar kökur úti í sólinni. Það er ekkert mál að fjórfalda uppskriftina og skella henni í skúffuna þegar bjóða á mörgum í köku. Eplakökur kalla ávallt á þeyttan rjóma eða ís og auðvitað góða gesti.

Marsípaneplakaka

Marsípaneplakaka

Það er svo gaman að fá gesti. Þá tek ég mig oftast til og prófa uppskriftir sem ég er búin að vera að skoða lengi. Þessi uppskrift byggist á því sem er kallað: „dúttl í eldhúsinu“. Það þarf að nostra við þessa köku en ekki of mikið, akkúrat nógu mikið.

Súkkulaðikaka hjartans

Súkkulaðikaka hjartans

Ég verð að segja að ég hef sjaldan smakkað aðra eins súkkulaðiköku og ef þið eruð í neyð og þurfið að heilla einhverja manneskju upp úr skónum þá er þetta kakan til að komast að hjartanu. Svo mjúk og bragðgóð og lætur þér og þínum líða svo vel á eftir.

Sítrónukaka

Sítrónukaka

Ef ykkur vantar góða og einfalda köku í eftirrétt eða með kaffinu þá er þetta kakan. Hún er himnaríki því hún er svo góð. Fullkomin biti með te eða kaffi. 

Drekakaka

Drekakaka

Drekar eru merkileg fyrirbæri í þjóðtrúnni en þeir tilheyra flestir austurlöndum og evrópu. En það leynast nokkrar drekasagnir í sagnaarfinum íslenska. Ormar hafa einhvern vegin verið sterkari í okkar sögum eins og t.d. sögur af Lagarfljótsorminum bera með sér. 

Súkkulaðiterta

Súkkulaðiterta

Ég ákvað að gefa þessa köku til einhvers sem ég þekki ekki neitt, tilgangurinn er að gleðja. Valin var klassísk súkkulaðiterta. Þessa hef ég oft búið til áður og hún er alltaf góð. Ég ætla að gera þetta af og til í vetur, að gefa það sem ég baka.

Möndlukaka

Möndlukaka

Þegar við erum með matarboð þá búum við venjulega til eitthvað sem við höfum búið til áður. Því stundum tekst ekki alveg eins vel til og ætlað var og þá eru góð ráð dýr. En braut út af þessari reglu í dag. Bökuð var í fyrsta skipti möndlukaka sem var dásamlega góð.

Rabarbarakaka á 4 mínútum

Rabarbarakaka á 4 mínútum

Það er eitthvað með rabarbara, hann er ómótstæðilegur þar sem hann vex upp úr jörðinni grænn eða rauður. Ég kann best við að nýta rabarbara í múffur, kökur og sultur. Von er á gestum og ég ákvað að nota nokkra leggi af rauða rabarbaranum mínum í eina af mínum uppáhalds kökum, rabarbaraköku.

Skúffukaka með kanilbragði

Skúffukaka með kanilbragði

Mér var boðið í mat eitt kvöldið og ég bauðst til að baka köku í eftirrétt. Ég bara varð að bjóðast til þess því þá hafði ég tækifæri til þess að baka og prófa nýja uppskrift. Það er mjög gaman að prófa nýjar uppskriftir, einhver gleði og spenna.