Filed under Kökur

Berjamúffur

Berjamúffur

Það er gaman að eiga nóg af frosnum berjum til þess að baka úr. Ég tíni mikið af berjum á haustin og svo frysti ég þau. Síðan á ég nóg til þess að nota í bakstur, eldamennsku og í hina ýmsu drykki. Í þessar múffur notaði ég hindber og bláber.  Auglýsingar

Rabarbarakaka Möðrudals á Fjöllum

Rabarbarakaka Möðrudals á Fjöllum

Á Möðrudal á Fjöllum er rekin ferðaþjónusta af vinkonu minni og eiginmanni hennar. Ásamt því að bjóða upp á gistingu þá reka þau einnig kaffihúsið Fjallakaffi sem er stútfullt af íslensku bakkelsi og þar er t.d.  hægt að fá þessa yndælis sumarköku. 

Þjóðhátíðarkaka ársins 2012

Þjóðhátíðarkaka ársins 2012

Ég baka alltaf köku á 17. júní sem ég kalla Þjóðhátíðarköku. Hvert ár vel ég uppskrift af köku sem ég hef aldrei gert áður. Það gerir daginn hátíðlegri að geta boðið upp á Þjóðhátíðarköku. Fyrir valinu þetta árið varð döðlu- súkkulaði og valhnetukaka og uppskriftin kemur frá tengó.

Finnsk kaffikaka

Finnsk kaffikaka

Mín góða vinkona Iðunn bakar oft hinar ótrúlegustu kökur. Í einni af hennar veislum bauð hún upp á þessa góðu köku. Uppskriftina fékk hún frá finnskri vinkonu sinni. Í kökunni eru hin bragðgóðu og stökku valmúafræ (poppy seeds), sem gefa kökunni hnetubragð og einnig er sítrónu börkur og safi í henni.

Ostakaka

Ostakaka

Þetta er bökuð ferskleika ostakaka. Ég ákvað að skreyta hana ekki neitt. Leyfa einfaldleikanum að vera í fyrirrúmi. Hún er með léttu vanillubragði. Botninn er gerður úr hafrakexi og hann er með mildu karamellubragði. Gestirnir voru glaðir með þessa köku. 

Marengsterta með heslihnetubotni

Marengsterta með heslihnetubotni

Vorum með lítið matarboð seinnipart sunnudagsins. Ég á alltaf mjög erfitt með að velja eftirréttinn því ég hef úr svo mörgum uppskriftum að moða. Fyrir valinu varð þessi ágætis terta sem er með hentubotni, marengs, súkkulaðihjúp, rjóma og berjum. Þessi terta er fínasti eftirréttur.

Vegan súkkulaðikaka

Vegan súkkulaðikaka

Ég átti von á góðum gestum í morgun og ákvað að baka þessa köku.  Mig hefur lengi langað til að prófa þessa uppskrift. Kakan er þétt í sér og bragðmikil. Vegan fæði er grænmetisfæði en líka án dýraafurða sem þýðir: engin egg, engar mjólkurafurðir eða hunang. Þessi kaka er eggja-og mjólkurlaus.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Fátt er betra en góð hjónabandssæla. Ég hef prófað þó nokkuð margar uppskriftir af hjónabandssælu en þessi er sú lang besta. Uppskriftin kemur frá konu sem heitir Pat og býr í Bjarnarfirði á Ströndum. Ég fékk uppskriftina hjá henni haustið 2011 og hef bakað hana oft síðan þá.