Blæjuegg eru egg sem eru soðin án skurnar, þau eru mín uppáhalds egg. Þessi egg eru kölluð „poached eggs“ á ensku og hægt er að fá þau með öllum morgunverðardiskum í Ameríku. Að sjóða þessi egg krefst nokkurra handtaka sem auðvelt er að læra.
Filed under Morgunmatur …
Morgunverðar brauðbollur
Vaknaði eldsnemma og ákvað að nýta tímann vel. Bjó til deig í brauðbollur og á meðan það var að hefast fór ég út og setti nokkur sumarblóm ofan í jörðina. Bakaði svo þessar yndislega mjúku og bragðgóðu bollur. Þær lífguðu heldur betur upp á morgunverðarborðið.
Morgungull með rúsínum og valhnetum
Morgunstund gefur gull í mund. Það er réttnefni fyrir hvern morgun með þetta morgungull sem morgunmat. Ég bjó það til snemma í morgun og það bragðaðist frábærlega með ískaldri mjólk og ég get trúað því að það verði enn þá betra með því að setja eitthvað ferskt ofan á eins og t.d. jarðarber eða epli.
Spennandi og hollur hafragrautur
Hafragrautur getur verið óspennandi morgunmatur bara einn og sér til lengdar. En það er hægt að gera hafragrautinn afar girnilegann og aðeins hollari. T.d. er frábært að sjóða hafrana og um leið setja einn niðurskorinn banana út í. Sjóða þetta saman og borða með bláberjum og hunangi.