Filed under Súpur

Frönsk lauksúpa

Frönsk lauksúpa

Sá matarnörd sem ég er þá hef ég skrifað niður nöfn á réttum sem ég á eftir að prófa að búa til og í gær tókst mér að strika út einn rétt af listanum sem verður eldaður aftur og aftur en það er franska lauksúpan hennar Juliu Child.

Einföld svartbaunasúpa

Einföld svartbaunasúpa

Það er gaman að borða svartan mat, en það er örugglega skemmtilegra að borða í myrkri og upplifa bara bragð. Svartbaunasúpan mín er æðislega góð, hún er grá á litinn, með fallegum sætkartöflum sem synda um í bragðgóðum grámanum.

Linsubaunasúpa með lime ávaxtasafa

Linsubaunasúpa með lime ávaxtasafa

Í kvefletikasti reif ég mig upp og bjó til þessa hressandi súpu. Hún er fljótleg og góð, það er t.d. chillí í henni, indverska kryddið garam masala og safi úr einum lime ávexti. Linsur eru þannig að það þarf ekki að leggja þær í bleyti áður en þær eru notaðar í súpur.

Uxahalasúpan frá Svanshóli

Uxahalasúpan frá Svanshóli

Uxahalasúpa er ein af þessum súpum sem gott er að bjóða upp á þegar von er á mörgum í mat. Með henni er borin fram kartöflustappa og heimagert brauð. Uxahala er t.d. hægt að nálgast í Kolaportinu og best er að mæta fyrir hádegi á laugardegi því það er barist um þá af sælkerum.

Gulrótarsúpan frá Gautaborg

Gulrótarsúpan frá Gautaborg

Gulræturnar okkar eru tilbúnar og það er mikil gleði með það hér á bæ. Vel til tókst að rækta þær í þremur nýjum beðum sem við útbjuggum í vor. Við notum ekki tilbúin áburð og aldrei skordýraeitur. Afurðirnar eru sem draumur sem kemur upp úr jörðinni og nú varð ég að búa til yndælis gulrótarsúpu.

Brenninetlu súpa

Brenninetlu súpa

Í sumarblíðunni í dag tók ég eftir því að brenninetlan sem ég plantaði í fyrrasumar er heldur betur farin að taka við sér. Einnig er graslaukurinn búin að taka vaxtarkipp. Ég mundi þá eftir uppskrift sem ég hef lengi ætlað að prófa sem er brenninetlu súpa. 

Apríkósu-linsubaunasúpa

Apríkósu-linsubaunasúpa

Vinkona mín hún Kathernie Bitney gaf mér uppskriftina af þessari súpu. Þótt ég geti oftast gert mér grein fyrir því hvernig bragð muni verða að matnum áður en ég elda hann þá var það ekki svo með þessa súpu. Ég gat ekki ímyndað mér hvernig apríkósurnar kæmu í gegn en þær gerðu súpuna að sælgæti.

Engifer og sætkartöflusúpa

Engifer og sætkartöflusúpa

Vegna viðvarandi kverkaskíts var búin til súpa í kvöld sem inniheldur lækningajurtina og kryddið engifer. Ég hef tröllatrú á engiferi, sem heitir á latínu Zingiber officinale. Það er sagt vera gott að nota í byrjun flensu eða kvefs.

Fiskisúpa Rósu

Fiskisúpa Rósu

Ég er ekki örugg með mig þegar kemur að fiskisúpum, en þá er bara að demba sér út í það og æfa sig. Þetta er önnur fiskisúpan sem ég prófa að búa til. Þessi súpa er góð og það er gaman dunda sér við að búa hana til.

Hvítkálssúpa með kjúklingabaunum og karrý

Hvítkálssúpa með kjúklingabaunum og karrý

Súpa verður það heillin. Ég hef þegar viðurkennt það að ég er með einhverja dellu fyrir súpum og ef ég sé uppskrift sem kittlar mig í nefnið og tunguna þá verð ég að prófa hana. Þessi súpa kom á óvart og sveik ekki bragðlaukana. Ég leita alltaf eftir því sama í fari súpunnar.