Filed under Súpur

Tómatasúpa með rauðum linsubaunum

Tómatasúpa með rauðum linsubaunum

Þessa súpu er gott að hafa í farteskinu þegar það þarf að vippa upp heitum og hollum mat á stuttum tíma.  Linsurnar, tómatarnir, laukurinn, hvítlaukurinn og kryddið garam masala gera súpuna næringarríka og bragðgóða. Linsubaunir eru fullar af próteini og kolvetni og nær engin fita er í þeim.  Þetta er tómatasúpa með indverskum keim.  Auglýsingar

Hvítbaunasúpa

Hvítbaunasúpa

Var að glugga í ítalska uppskriftarbók í gærkveldi og fann þar hvítbaunasúpu sem lofaði góðu en svo þegar á tók þá umbreytti ég aðferðinni og uppskriftinni. Upprunanlega uppskriftin kemur úr bókinni Italian Cooking, Encyclopedia. Baunir eru með því ódýrasta og hollasta sem þú kaupir. Þær eru fullar af trefjum, próteini, kalsíum og járni.

Grænbaunasúpa

Grænbaunasúpa

Búkonan heldur mest upp á súpur í augnablikinu. Vonandi fær hún næst dellu í franska matargerð af flottara taginu.  Þessi súpa er búin til úr frosnum grænum baunum sem fást alls staðar. Ég fékk uppskriftina úr bókinni Moosewood Cookbook eftir Mollie Katzen. Moosewood Restaurant var fyrsti grænmetisveitingastaðurinn í Bandaríkjunum og er mjög vinsæll í dag.