Kjúklingabauna karrý/ Chana masala

Kjúklingabauna karrý/ Chana masala

Indverskur matur er alltaf númer eitt hjá mér og mínum. Þá eru það ekki sósur úr krukkum, heldur er úrvals hráefni eldað með indverskum kryddum. Sósur úr krukkum gefa ekki „rétta“ bragðið sem ég sækist eftir, en sósurnar sem þið gerið frá grunni eru svo miklu bragðmeiri og bragðbetri. Einnig vitið þið þá nákvæmlega hvað er … Lesa meira

Tómatar með basil, lauk og ólífuolíu

Tómatar með basil, lauk og ólífuolíu

Þetta er réttur sem ég bý oft til þegar okkar guðdómlegu tómatar fylla heita gróðurhúsið okkar. Þetta er varla uppskrift en þannig eru bestu réttirnir, þeir eiga sér varla uppskrift. Kanarnir sem borðuðu með okkur áttu ekki til orð yfir bragðgæðum tómatanna. 

Eplakaka með salthnetum og súkkulaði

Eplakaka með salthnetum og súkkulaði

Sumarið er komið og þá er gaman að borða góðar kökur úti í sólinni. Það er ekkert mál að fjórfalda uppskriftina og skella henni í skúffuna þegar bjóða á mörgum í köku. Eplakökur kalla ávallt á þeyttan rjóma eða ís og auðvitað góða gesti.

Fíflalaufasalat

Fíflalaufasalat

Þetta fíflalaufasalat er alltaf í Brennholti á vorin. Fíflalauf er bara hægt að borða áður en að fífillinn blómstrar, eftir að hann blómstrar þá verða laufin mjög beisk á bragðið. Þetta er ótrúlega hollt og gott salat. Drífið ykkur út strax í dag og finnið ykkur lauf í salat.

Marsípaneplakaka

Marsípaneplakaka

Það er svo gaman að fá gesti. Þá tek ég mig oftast til og prófa uppskriftir sem ég er búin að vera að skoða lengi. Þessi uppskrift byggist á því sem er kallað: „dúttl í eldhúsinu“. Það þarf að nostra við þessa köku en ekki of mikið, akkúrat nógu mikið.

Hindberjaskyrs hrákaka

Hindberjaskyrs hrákaka

Ég bjó þessa köku til að gleðja og það tókst. Kakan kláraðist og margir urðu glaðir. Það sem er hvað skemmtilegast við það að koma með köku þegar engin á von á því er þakklætið og gleðin sem gjöfin veldur. Kakan er með gott ferskleika bragð og er hið mesta augnayndi.

Súkkulaðikaka hjartans

Súkkulaðikaka hjartans

Ég verð að segja að ég hef sjaldan smakkað aðra eins súkkulaðiköku og ef þið eruð í neyð og þurfið að heilla einhverja manneskju upp úr skónum þá er þetta kakan til að komast að hjartanu. Svo mjúk og bragðgóð og lætur þér og þínum líða svo vel á eftir.

Sítrónukaka

Sítrónukaka

Ef ykkur vantar góða og einfalda köku í eftirrétt eða með kaffinu þá er þetta kakan. Hún er himnaríki því hún er svo góð. Fullkomin biti með te eða kaffi.