Græni drykkurinn sem allir geta búið til

Fyrir stuttu síðan þóttu mér grænir drykkir vera bara fyrir ofur hetjur sem vissu allt um næringarefni, blandara, djúsvélar, töfrasprota, olíur og vítamín og þessi græni drykkur væri bara ekkert fyrir mig. En venjulega á morgnanna fékk ég mér ristað brauð t.d. með osti og sultu og svart te með mjólk út í. Þetta allt saman var mjög gott á bragðið en mikið hrikalega leið mér alltaf illa í maganum og fannst ég öll upp blásin.

En eftir að ég fór að feta mína leið hægt og örugglega inn á hollara matarræði og þegar allt þetta góða og græna fór að vaxa í garðinum okkar þá hefur orðið til svakalega góður grænn drykkur sem ég bý til með töfrasprotanum mínum. Þessi drykkur er hressandi,bragð góður og fer vel í maga.

Núna fer ég út á morgnanna með körfu og ég segi við húskarlinn að ég sé farin út í búð. Síðan vel ég lauf af myntu, sellerí, þremur gerðum af grænkáli og steinselju lauf.

Graenndrykkur11_s

 Myntan vex svo vel og er ótrúlega góð í drykki og te

Graenndrykkur3_s

Sellerí í fullum vexti, tók bara einn legg af því 

Graenndrykkur5_s

Grænkál sem bragð er af

Graenndrykkur7_s

Steinselja frá því í fyrra. Nóg af ferskum laufum og svo eru að koma fræ

Innihald græna drykksins sem allir geta búið til, dugir í 1 líter

6 lauf af grænkáli
1 stilkur af sellerí
Handfylli af steinselju
15 lauf af myntu
Safi úr einu lime
2 epli, kjarnhreinsuð og flysjuð
Þumal stórt ferskt engifer, flysjað og saxað gróft
1 mjúkt avókadó, skorið til helminga

Gott er að skera í burtu grófasta legginn af grænkálinu þar sem stundum er erfitt að mauka hann. En setjið allt í skálina: rífið grænkálið gróf, setjið myntuna út í og steinseljuna, flysjið og kjarnhreinsið eplin, kreistið safann úr lieminu, afhýðið og saxið gróft engiferið, afhýðið avókadóið og skerið til helminga. Hellið köldu vatni yfir þar til það flæðir yfir efstu blöðin í skálinni, setjið minna af vatni ef þið viljið hafa drykkinn þykkann. Allt maukað með töfrasprotanum, eða setja í matvinnsluvélina.

Drykkurinn er tilbúin. Sniðugt er að hella því sem ekki verður drukkið strax á krukkur sem hægt er að loka og geyma út daginn eða drekka næsta morgun. Setjið strax í  kæli.

Matur og jurtir 2015 013

Athugið þetta er uppskrift af 1 líter af grænum drykk, hægt er að leika sér með innihaldið eins og ykkur hentar. Ég er t.d. með lítil epli þess vegna er ég með tvö stykki.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s